Heimilisritið - 01.08.1953, Page 52

Heimilisritið - 01.08.1953, Page 52
„Rakarinn! Hann gengur ein- nritt þarna.“ Hann benti á háan, ungan mann, sem gekk eftir götunni og hélt á tösku í hendinni. Jacques hljóp til hans og ávarpaði hann. En sjaldan hafa frá upphafi heims hittzt tvær manneskjur, sem voru eins utan við sig og þeir. Það var hægt að afsaka Jac- ques, því hann var svo niður sokk- inn í að hugsa um Madeleine, en Alfred, ungi rakarinn, var hrein- asti svefngengill. ,,Eruð þér rakarinn?“ spurði Jacques. ,,Já,“ svaraði maðurinn. ,,Getið þér klippt mig ?“ „Sjálfsagt. Undir eins.“ ,,Þá skulurn við verða sam- ferða.“ ,,Já gott. Án frekari samræðna gengu þeir af stað. Þeir héldu báðir, hvor fyrir sig, að hinn réði leið- inni. Jacques áleit, að rakarinn væri að fara með sig í rakara- stofuna, og rakarinn, sem enga rakarastofu hafði, en gekk í hús til viðskiptavinanna, var sann- færður um að ,,Parísarbúinn“ væri að fylgja honum heim til sín. Þar sem sólin skein beint í aug- un á Alfred, gekk hann þvert yfir götuna til þess að komast í skugga. Jacques hélt, að rakar- inn byggi í húsinu hinum smegin við götuna og nam því staðar við húsdyrnar. Alfred áleit, að það væri þarna, sem Jacques ætti heima, vék til hliðar og sagði kurteis- lega : ,,Gjörið þér svo vel, vill herr- ann ekki ganga á undan.“ Þeir fylgdust að inn, fyrst inn gang og því næst inn í herbergi, þar sem allt var í megnustu ó- reiðu. Saéngurfötin löfðu fram af rúmstokknum. Náttkjóll var í vcðli á gólfteppinu við hliðina á inniskóm og gagnsæum kven- sokk. Á öllum stólum lágu ýmis- konar kvenflíkur, og Jacques fannst kona rakarans ekki halda heimijinu sérlega snyrtilegu. ,,Fólkið úti á landi er víst ekki að súta það, þó ekki sé allt í röð og reglu,“ hugsaði hann með sér. Hann settist fyrir framan snyrti- borðið og tók eftir því með ógeði, að þvottaskálin var full af sápu- skólpi. Og sl^ólpfatan á gólfinu var svo full að næstum flóði út af. . . . Þótt merkilegt kunni að virðast, var samt mjög góður og þægileg- ur ilmur í stofunni, sem varla var að vænta að finna hjá þorpsrak- ara. Alfred lagði skæri sín og greiðu með varúð á marmaraplötuna. 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.