Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 64

Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 64
hann, að Kann væri óhreinlynd- ur heimskingi, sem auðvelt væri að leika á. Sjálfsagt gæti hann fengið verulegan höggstað á Ralph, ef hann dveldi hér nógu lengi. Slíkan höggstað gæti hann notfært sér til hagsbóta. Hann vissi, að Ralph vildi losna við Petuniu úr húsinu, að honum var meira að segja ekkert um hana, og hvers vegna skyldi Ralph ekki láta hana hafa ríflegan heiman- mund ef hún giftist ? Dalli var að vísu kænn, en hann var líka hirðulaus. Eftir síð- degiskaffið fóru þau Petunia og hann út í veitingahús þar skammt frá, og þar drukku þau alltof mörg glös af vínblöndu. Hann mundi satt að segja lítið eftir kvöldinu, og morguninn eftir vaknaði hann cneð voðalegum höfuðverk og aðeins eina hugsun í höfðinu : sterkt, svart kaffi. Hann fór í önnur föt en hann hafði verið í daginn áður og flýtti sér niður að morgunverðarborð- inu. Meðan hann var að borða morgunmatinn, notaði Kári tæki- færið og fór inn í herbergið til þess að taka fötin, sem Dalli hafði verið í daginn áður, svo að hægt væri að pressa þau. Hann tók eftir því, að það var eitthvað í jakkavasanum. Hann fór í vasann og dró upp armband- ið, sem Katrín hafði gefið Dalla daginn áður. Hann þekkti það undir eins. Hann hafði svo oft séð það hjá henni. Hann starði stundarkorn á það, fölnaði lítið eitt og beit stuman vörum. Honum fannst ekki vera til nema ein skýring á þessu. Hið versta, sem hann hafði haldið um Katrínu og Dalla, var staðfest. . Hann hafði hatað þennan mann frá því hann fékk upplýst, að Katrín og hann höfðu eitt sinn þekkzt meira en lítið. Hún hafði látið í veðri vaka, að væntanlega myndi hann jafnvel ékki þekkja hana, en ósköp var það lítilmót- leg átylla, þegar litið var á það í Ijósi þeirrar staðreyndar, sem fundur hans afhjúpaði! Að hún skyldi hafa gefið Dalla armband- ið, virtist augljós sönnun þess, að kunningsskapur þeirra hafði ver- ið náinn. 1 hinni ástæðulausu af- brýðisemi sinni taldi hann sér trú um, að hún hlyti ennþá að vera ástfangin af manninum. Betur að þau hefðu ræðst við þá þegar. Hressileg orðasenna hefði hreinsað andrúmsloftið. En það voru gestir þennan dag, og þau voru bæði önnum kafin. Það var ekki fyrr en vinnufólkið var gengið til náða, að hann barði að dyrum hjá henni. ,,Nei, sæll Kári. Ég var farin að halda, að þú værir alveg hætt- ur að koma hingað inn.“ Það 62 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.