Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 22

Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 22
blómabeðin fá reglubundin mynztur, — eins er manneskj- an ræktuð, þær verða ekki djúp- særri við það, en þær fá á sig snið. Ungar stúlkur eru í klaustrum unz þær giftast, og iðka guð- hræðslu og hljóðfæraslátt á víxl. Svo kemur brúðkaupið — og lífið. Líf, sem eytt er 1 snyrtingu, heimsóknir og samkvæmi. Til þess að verjast leiða iðjuleysis- ins fást þær dálítið við listir, handavinnu og góðgerðastarf- semi. Fyrir hádegið tekur Rokoko- daman á móti vinum sínum, um- vafin léttum kniplingum. Stima- mjúkir herrar fræða hana um nýjungar frá hirðinni og úr borg- arlífinu. Svo ríður hún út og sezt að því loknu að miðdegis- verði. Síðan fer hún í heimsókn- ir og í tízku-, blóma-, skartgripa- og ilmvatnsbúðir. Þegar degi hallar er kominn tími til að fara í gönguferðir með hákolluprúð- um herrum, stundum eru þeir líka ríðandi, en þær í vögnum, á rauðhæluðum skóm. En hámarkinu nær dagur Ro- koko-dömunnar þó á haustin. Þar koma hin ýmsu sjónarmið fyrst fram. Sumar konurnar safna um sig merkum andans mönnum. Þó eru fleiri, sem hug hafa á leikhúsmálum og leika jafnvel sjálfar. Flestar hrífast þær af glæstum sölum með ljóm- andi ljósakrónum og umfangs- miklum speglum, þar sem vínið ólgar og dansinn dunar, en glað- værir herrar hvísla ástarorðum í fögur eyru broshýrra og prúð- búinna hefðarkvenna. Bókhneigðu frúrnar eru boð- berar nýs tíma. En leikhúsið og hirðin eru fegursta umgerðin um Rokoko-tímabilið. Skærasta stjarna Frakklands var Adrienne Lecouvreur. Hún var skarpgáfuð leikkona, fínleg og sérkennileg í andlitsfari, gáfulega eygð, með lítinn. vel lagaðan munn. Hún hafði unnið sig upp í að vera merkasta leik- kona við Théatre Francais, og á heimili hennar hittist merki- legasta fólkið. „Ég ver þremur fjórðungum af tíma mínum til að gera það, sem mig langar ekki til að gera,“ segir hún í sendi- bréfi. Hún er oft lasin, en svefnher- bergi hennar er eins konar dyngja, þar sem hún tekur á móti gestum sínum. Flæmsk teppi með ofnum mannamynd- um þekja veggina. Auk stórrar rekkju standa þarna lágur legu- bekkur og nokkrir hægindastól- ar, fóðraðir klæði með silfur- eða gullblómum ofnum í. Aðrir legubekkir eru þarna, klæddir 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.