Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 22
blómabeðin fá reglubundin mynztur, — eins er manneskj- an ræktuð, þær verða ekki djúp- særri við það, en þær fá á sig snið. Ungar stúlkur eru í klaustrum unz þær giftast, og iðka guð- hræðslu og hljóðfæraslátt á víxl. Svo kemur brúðkaupið — og lífið. Líf, sem eytt er 1 snyrtingu, heimsóknir og samkvæmi. Til þess að verjast leiða iðjuleysis- ins fást þær dálítið við listir, handavinnu og góðgerðastarf- semi. Fyrir hádegið tekur Rokoko- daman á móti vinum sínum, um- vafin léttum kniplingum. Stima- mjúkir herrar fræða hana um nýjungar frá hirðinni og úr borg- arlífinu. Svo ríður hún út og sezt að því loknu að miðdegis- verði. Síðan fer hún í heimsókn- ir og í tízku-, blóma-, skartgripa- og ilmvatnsbúðir. Þegar degi hallar er kominn tími til að fara í gönguferðir með hákolluprúð- um herrum, stundum eru þeir líka ríðandi, en þær í vögnum, á rauðhæluðum skóm. En hámarkinu nær dagur Ro- koko-dömunnar þó á haustin. Þar koma hin ýmsu sjónarmið fyrst fram. Sumar konurnar safna um sig merkum andans mönnum. Þó eru fleiri, sem hug hafa á leikhúsmálum og leika jafnvel sjálfar. Flestar hrífast þær af glæstum sölum með ljóm- andi ljósakrónum og umfangs- miklum speglum, þar sem vínið ólgar og dansinn dunar, en glað- værir herrar hvísla ástarorðum í fögur eyru broshýrra og prúð- búinna hefðarkvenna. Bókhneigðu frúrnar eru boð- berar nýs tíma. En leikhúsið og hirðin eru fegursta umgerðin um Rokoko-tímabilið. Skærasta stjarna Frakklands var Adrienne Lecouvreur. Hún var skarpgáfuð leikkona, fínleg og sérkennileg í andlitsfari, gáfulega eygð, með lítinn. vel lagaðan munn. Hún hafði unnið sig upp í að vera merkasta leik- kona við Théatre Francais, og á heimili hennar hittist merki- legasta fólkið. „Ég ver þremur fjórðungum af tíma mínum til að gera það, sem mig langar ekki til að gera,“ segir hún í sendi- bréfi. Hún er oft lasin, en svefnher- bergi hennar er eins konar dyngja, þar sem hún tekur á móti gestum sínum. Flæmsk teppi með ofnum mannamynd- um þekja veggina. Auk stórrar rekkju standa þarna lágur legu- bekkur og nokkrir hægindastól- ar, fóðraðir klæði með silfur- eða gullblómum ofnum í. Aðrir legubekkir eru þarna, klæddir 20 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.