Heimilisritið - 01.10.1955, Side 31

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 31
Þjónustusveinninn kemur með boðskort til grímudansleiksins. Sveinninn: „Skært skína ljósin“. Landstjórinn ákveður að hugsa ekki meira um Ameliu. í bréfi varar Amelia hann við háska þeim, sem yfir honum vofi, en hann afræður að taka þátt í dansleiknum og bjóða hættunni byrginn. Þjónustusveinn einn segir Reinhardt hvernig land- stjórinn sé klæddur og 1 miðri þröng hins grímuklædda fólks rekur Reinhardt landstjórann í gegn. Landstjórinn hnígur hel- særður niður. Áður en hann deyr segir hann Reinhardt, að Amelia sé saklaus, og að hann hafi haft í huga að veita Reinhardt virð- ingarstöðu í Englandi. Síðan deyr landstjórinn, en ritarinn iðrast beisklega. * > Stjarnan allra stjama minna, stóra bamið, lát mig finna sama í orðum augna þinna eins og forðum, vorið glaða og bjarta — sömu rósir sé ég kinna, sömu ljósin augna þinna; dags og nætur drauma minna dýrsta kona — þú átt allt mitt hjarta. (Úr kvæðinu „Hrefna“ eftir Sigurð Sigurðsson) Sakleysið hreint eins og helgilín var hjúpur fegurðar þinnar, sem reykelsisilmur var ástin þín á altari sálar minnar. (Úr kvæðinu „Æskuást“ eftir Jónas Guðlaugsson) OKTÓBER, 1955 29

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.