Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 38

Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 38
hvítu í blöðunum, að hún væri aðalstjarnan og að Louise væri búin að vera. . . . í þessari and- ránni hugsaði hún aðeins um blaðadómana. — Mér þætti fróðlegt að vita hvað blöðin segja, sagði hún eins hirðuleysislega og hún gat. — Þau segja áreiðanlega að þú hafir átt kvöldið, fullyrti ég- Sylvía sneri sér aftur að speglinum og kinkaði sigri hrós- andi kolli til sjálfrar sín. — Mér þætti gaman að sjá svipinn á Louise þegar hún les leikdómana. Hún verður áreið- anlega . . . Hún kingdi framhaldinu, því í þessum svifum opnuðust dyrn- ar og Louise kom inn með ljóm- andi leiksviðsbros á vörum. — Til hamingju, Sylvía! — Hún þrýsti báðar hendur henn- ar. — Þú varst stórglæsileg! Sylvía endurgalt brosið: — Og það segir þú, Louise. Það var fallegt af þér! . . . En það var óhugsandi annað en ég sigraði með tilstyrk þínum og hinna aðstoðarleikaranna! Þau höfðu lyft henni til sig- urs. Eins og hún orðaði það urðu öll hlutverk aukahlutverk önn- ur en hennar. Setningin kom eins og hnefahögg framan í Lou- ise. Ég sá að hún skildi hvað undir bjó, en hún lét sér hvergii bregða. — Úr því leikstjórnin hefur sett leikritið á svið með tveim stjörnuhlutverkum er ekkert eðlilegra en að sú þeirra, sem nýtur mests álits, reyni að láta hina stjörnuna ekki verða af- skipta af sigrinum, sagði Louise. — Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að á leiksviðinu sé nauðsynlegt að kunna að fórna. Þar, fremur en annars staðar, ætti það lögmál alltaf að vera haft í heiðri, að það er betra að> gefa en þiggja. — Hefurðu nokkra sérstaka ástæðu til að fara með þetta boð- orð fyrir mig í kvöld? spurði Sylvía svo rólega, að mér rann kalt vatn milli skinns og hör- unds. Louise greip rós, sem lá á snyrtiborðinu, og þefaði af henni. — Nei, ég hef ekkert sérstakt í huga. Ég sagði þetta bara af því mér datt það í hug. . . . Bros Louise gaf til kynna að hún var fús til að sættast. — Hvers vegna spyrðu? — Af engri sérstakri ástæðu, svaraði Sylvía og byrjaði að mála á sér varirnar. — Eins og ég sagði áðan finnst mér þið öll hafa komið mjög vel fram við mig á þessari frumsýningu. Ég 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.