Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 16
vopn hans á hinni hröðu írama-
braut.
Sína eiginlegu eldskím fékk
Dempsey á móti Fred Fulton, fyrr-
verandi múrara, sem hafði orð
fyrir að vera harðhentur og hættu-
legur rothöggsmaður. Máske of
harður fyrir hinn unga Jack, sem
nú var tuttugu og þriggja ára
gamall og. hafði unnið átján bar-
daga í röð. Þess ber að geta, að
hann hafði unnið þá alla á rot-
höggum.
Dempsey átti nú í vændum
mikilvægasta bardaga sinn til
þessa. Ef hann fengi sigrað Fulton,
lá leiðin honum opin til keppni
um heimsmeistaratignina. Keppn-
in varð í mesta máta athyglis-
verð. Sagt er að áhorfendasalur-
inn hafi verið fullur. Allir komu
til að sjá þessa nýjustu stjörnu
Jack Keams. Var Dempsey eins
hræðilegur og öruggur með rot-
högg sín og blöðin vildu vera
láta, eða var hann einungis upp-
blásin auglýsingablaðra, sem
Fred Fulton myndi sprengja í ein-
um hvelli?
Jack Dempsey brást hvorki
vonum síns sjálfs né áhorfend-
anna, enda þótt áhorfendur yrðu
fyrir vonbrigðum að því er snerti
bardagann sjálfan. Einn af við-
stöddum íþróttafréttariturum hefur
lýst honum á þennan táknræna
hátt: Maður einn rétt við hring-
14
inn, sem hafði borgað yfir fimm-
tíu dollara fyrir aðgöngumiða,
sneri sér við til að fá léða eld-
spýtu, rétt í því að kapparnir tók-
ust í hendur. I sömu andrá kvað
við brak, svo ljósin virtust blakta,
og nokkur undrunaróp mfu þögn-
ina. Maðurinn flýtti sér að líta við
■ - en sá aðeins dómarann telja
hinn meðvitundarlausa Fulton út.
Svona auðveldlega stóðst Demp-
sey eldskím sína. Fimmtíu sek-
úndur stóð þessi bardagi. Demp-
sey hafði ekki fengið á sig neitt
högg, og leit alveg eins út þegar
hann yfirgaf hringinn og þegar
hann kom inn.
Eftir þennan auðvelda rot-
höggssigur hafði Dempsey ekki
háar hugmyndr um hina viður-
kenndu þungavigtarmeistara. Ur
því Fulton var svona auðveldur,
gat Willard ekki verið mjög erf-
iður viðfangs, áleit hann. Nú
hugsaði hann ekki nema um eina
keppni, um heimsmeistaratitilinn
á móti hinum villta Jess Willard,
sem nú hafði setið í hásætinu í
næstum fjögur ár.
Dempsey hóf mjög nákvæma
og ýtarlega þjálfun. Keams ann-
aðist hann eins og barn, fylgdist
með öllu, skipaði fyrir og leið-
beindi. Jack Dempsey, sem var
Ameríkani, en hafði töluvert írskt
blóð í æðum, hlýddi. Hann gerði
það, sem enginn hafði búizt við
HEIMILISRITIÐ