Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 56
stórum, grænum grasflötum og fá-
gætum blómum. f setustofu Gul-
benkians voru einföld húsgögn.
Þrcrtt fyrir óhemju auðæfi sín
hafði hann haldið húsgögnum
gistihússins og aðeins bætt við
stóru skrifborði og nokkrum
skjalaskápum úr stáli, sem gáfu
stofunni skrifstofulegt svipmót.
Ekkert hinna frægu málverka
hans eða annarra listmuna,
prýddi herbergið. f herbergi við
hliðina bjó hinn franski einkarit-
ari hans, Jeanne Theiss, töfrandi
ungfrú ca. 40 ára gömul. I öðru
herbergi á sömu hæð unnu tveir
portúgalskir einkaritarar (kven-
menn) og í þjónustuiiðsálmu gisti-
hússins bjó hinn hvít-rússneski
þjónn Gulbenkians, Jean Karma-
zin, og grísk kona hans. Karmazin
nuddaði húsbónda sinn daglega
og kona hans gerði hreint í híbýl-
um Gulbenkians, sem ekkert af
þjónustuliði gistihússins hafði að-
gang að.
Á síðari árum lifði fjármálajöf-
urinn eftir tímaáætlun, sem fylgt
var af sjúklegri nákvæmni. Hann
fór á fætur kl. 8.30. Borðaði morg-
unmat, sem var crvaxtasafi, soðn-
ar gulrætur og tómatar. Eftir að
hafa lesið morgunblöðin fór hann
í sína daglegu ökuferð. Hann átti
engan bíl sjálfur, en hafði komizt
að samkomulagi við leigubíla-
slöð um að láta sig hafa gamlan
DeSoto með bílstjóra til umráða,
svo oft sem hann óskaði. Með stói
sem hægt var að leggja saman,
meðferðis, ók Gulbenkian venju-
lega út í einhvern lystigarðinn í
Lissabon eða tii einhvers fáfarins
staðar í nágrenni borgarinnar, og
þarna dvaldi hann mestan hluta
morgunsins, við að fara yfir póst-
inn sinn og áforma nýjar gróða-
brellur. Oft fór hann úr skóm og
sokkum og lét portúgalska sól
verma nakta fætur sína, en þjónn-
inn bandaði dyggilega burt nær-
göngulum flugum, sem trufluðu
frið milljarðamæringsins.
Kl. 13.00 fór Gulkenkian aftur
til gistihússins og sendi miðdeg-
isverðarpöntun sína símleiðis nið-
ur í eldhúsið. Á mínútunni kl.
15.00 gekk hann niður í hinn
stóra matsal gistihússins, en þar
var kringlótt homborð alltaf tekið
frá fyrir hann. Fyrir aftan borðið
var lítill pallur og á honum hæg-
indastóll með glitofnu áklæði.
Frá þessum stað gat Gulbenkian
séð yfir allan matsalinn og allir
gátu séð hann. Þetta .var það eina
samband, sem hann hafði bein-
línis við umheiminn. Miðdegis-
verðurinn var mjög fábrotinn,
hrísgrjón eða spaghetti, dálítill
fiskur, grænmeti og ostur og á-
vextir í ábæti. Hann stóð yfir í
nákvæmlega 45 mínútur og í
þeim var innifalinn sá tími, sem
54
HEIMILISRITIÐ'