Heimilisritið - 01.07.1956, Side 49
uðvígi frímúrareglunnar hefir lengi ver-
ið i Vínarborg, og æðstu menn reglunn-
ar þar hafa ávallt verið mjög strangir
um þagnarskvldu meðlimanna, sem
alclrei mega ljósta neinu upp viðvíkjandi
málum hennar.
Vitað er, að Mozart var frímúrari og
t'afalaust hefir Schikaneder verið það
líka, því að annars hefði hann ckki get-
að sanuð slíkan ieik.
Sá grunur hefir lcngi legið á, að Mo-
zart hafi vcrið drcpinn af frímúrurum
fynr að hafa ljóstað upp leyndarmálum
reglunnar. Ymislegt sem vitað er um
sjúkdóm hans, gæti bent til þess að
hann hafi verið drepinn á arseniki, sem
honum hafi verið gefið hvað eftir ann-
að. Okkur finnst algerlega óskiljanlegt
að sb'kum manni, sem af samúð sinni
var mikilsmetinn fyrir tónlist sína,
skvldi vera varpað í fjöldagröf, svo að
ekki væri unnt að finna lík hans síðar
meir. En ef áhrifamiklir menn hafa lát-
ið drepa hann á arseniki, var nauðsyn-
lcgt, að iíkið væri grafið einhvers stað-
ar þar scm ekki væri hægt að finna það
síðar, því að arsenik er hægt að finna í
lt'kum löngu eftir að þau hafa verið
grafin. Með því að fleygja líki Mozarts
í fjöldagröf var fyrir það girt að unnt
væri að grafa líkið upp og rannsaka það,
cf hávær grunur kæmist á kreik.
Schikaneder varS hræddur.
EN MOZART var ekki einn unr
það að halda, að sér hefði verið byrlað
eitur. Schikaneder virðist hafa verið
sannfærður unr það líka. Frá honum cru
t l bréf, þar sem hann segir að sér ægi
við örlögum Mozarts og þar sem auð-
séð er, að hann er hræddur um, að sér
séu söniu örlög búin. Og ekki líður á
o o
löngu, unz honum finnst jörðin brcnna
undir sér í Vínarborg, svo að hann hclzt
þar ekki við Iengur og flýr í burtu. Og
hvert flýr hann? Sagan segir að hann
hafi flúið til íslands? Ef hann hefir
verið hræddur við frímúrarana, var Is-
Iand eitt af þeim fáu löndum þar sem
hann gat talið sig óhultan, því að hér
var engin frímúrararegla tii. Hversu
lengi hann dvaldi hér er ekki vitað, en
frá íslandi mun hann háfa farið til
Englands og Irlands, því að hann end-
aði ævi sína sem kennari í Duflin.
Fróðlegt væri að vita, hvort nokknr
þeira, sem grúska í gömlum handritum
hafa orðið eða verða varir við Emanúcl
Schikancdcr nokkurs staðar á þcssu
landi. Sennilega hefir hann verið hér
1792, árið eftir dauða Mozarts. Ef spor
þessa manns skyldu finnast hér, mý,ndi
það styðja þann grun, sem lengi hefir
á legið, að Mozart hafi ökki dáið eðli-
legum dauðdaga. En vegna þess, að líki
þessa mikla metstara var varpað ásamt
mörgum öðrum í fjöldagröf fátækling-
anna, verður aldrei unnt að skera úr
því með vissu, hvað hafi leitt Mozart
tii dauða. Ef bein hans hefðu verið varð-
veitt hefði enn þann dag í dag vcrið
unnt að ganga úr skugga um, hvort
hann hafi látizt af arsenikeitrun, því að
JÚLÍ. 1956
47