Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 46

Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 46
VAR MOZART DREPINN SÍÐASTA ÓPERAN sem Mozart bjó til var Töfraflautan, sem er síðan leikin árlega cða næstum árlega í hverju fyrsta flokks söngleikhúsi um hcim all- an, þvf að hún er nteistaraverk sem á fáa sína líka. En tcxtmn cr ekkert meist- araverk. Hann cr barnalega einfeldnis- leg hugarsmíði um tvenna elskendur, sem lcnda í allskonar æfintýrum og sér- staklega miklum þrengingum áður en þcir fá að njótast.#Allt í einu eru höfuð- persónur leiksins kontnar í dimman frumskóg, þar sem þær heyra öskur villidýra í koldimmri nótt, og hefir mörgum skotið skeik í bringu af minna tilefni. Svo birtist drottning næturinnar og syngur sitt forskrúfaða, en undur- fagra lag, og þannig heldur sýningin áfram, með fjarstæðukenndum æfintýr- um og crfiðlcikum, en dásamlegri mús- ik, senr breiðir yfir alla galla atburðanna í sýnmgunm. Höfundur textans var Emanúel Schi- kanedcr leikhúscigandi og leikhússtjóri í Vínarborg. Leikhús hans var ckki fyrir A EITRI? fína fólkið í Vínarborg, en hann hafði vit á leiklist og vissi hvað fólkið vildi sjá og heyra. Hann samdi við Mozart um að skrifa músik við leikritið Töfra- flautuna, sem hann hafði sknfað, og fékk Mozart ákvcðna greiðslu fyrir músikina, cn Schikanedcr skyldi fá allt scm inn kont á leikhúsinu. Þegar óperan var auglýst stóð nafn Mozarts hvergi nefnt. Töfraflautan var eftir Emmanúel Schikancder, en þess var gctið í hlutvcrkaskránni, að tónlistin væri eftir Mozart, og að hann stjómaði hljómsveitinni fyrsta kvöldið af vinsemd við höfundinn. Músikin var svo dásarn- le£ að vcrkinu var tekið með miklum fögnuði og húsið fylltist kvöld eftir kvöld um langan tíma. Þótt Schikaneder hefði skráð sig sent höfund leiksins, þá var það músik Mo- zarts sem gaf leiknum líf og fegurð og það í svo ríkum mæli að þetta listaverk hlaut í fæðingu stimpil ódauðleikans og cr jafnlifandi enn í dag eins og þegar það kom frá hendi Mozarts. 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.