Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 40
Hctnn sneri sér að mér. ,,Farðu
út, ef þú skilur, hvað er þér fyrir
beztu — þér í þessum bjónalegu
fötum. Þú lítur út í þeim eins og
gyðja — óstargyðja eða eitthvað
þess háttar! Þú ert inni í sama
herbergi og villidýr, skilurðu það?
Farðu út, áður en við iðrumst
þess bæði."
Hann hneig niður á rúmið með
hendurnar fyrir andlitinu, axlir
hans hristust til. A samri stundu
var ég komin til hans, og full
meðaumkvunar lagði ég hand-
leggina utan um hann. Við
snertingu mína, þreif hann með
ofsa til mín. Hann skalf, þrýsti
andlitinu upp að brjósti mínu og
andaði slitrótt gegnum opnar var-
irnar. Síðan strukust hendur hans
yíir axlir mínar og hann hélt mér
í heljargreipum.
Ég varð skyndilega skelfingu
lostin. „Hættu, Roy! Hættu!" Þetta
var ekki Roy Johnson. Þetta var
ógeðslegúr, ókunnur maður. Ég
barði með krepptum hnefum á
brjóst hans og sneri mig af hon-
um og hljóp völtum fótum til
dyra.
Roy stökk upp af rúminu. Stór-
ar hendur hans gripu utan um
báðar mínar, þegar ég var að
snúa snerlinum, og' hann hrinti
mér til hliðar um leið og hann
sneri lyklinum í skránni. Síðan
stóð hann kyrr cg horfði á mig,
38
hann tók andköf og svitinn rann
niður eftir andliti hans. Ég fann
visky-lyktina og sá tryllinginn,
sem vínið framkallaði í augu
hans.
,,Þú eggjaðir mig ekki, eða
gerðirðu það, kettlingurinn þinn?
Þú varst aðeins að fá þig fallega
sólbrúna í þessum efnislitlu föt-
um, var það ekki, elskan?" Svip-
ur hans var þungbúinn og reiði-
legur og hann gekk eitt ógnandi
skref í áttina til mín.
„Hleyptu mér út, Roy. Gerðu
það gerðu það - - opnaðu
dyrnar!"
,.Opnaðu dyrnar, Roy. Gerðu
það, opnaðu dyrnar —" hermdi
hann eftir mér skrækri röddu.
Og þá kallaði hærri, mjóiTi
rödd: „Jean, Jean, hvar ertu? Ég
er að fara að synda!" Það var
Barbara að kalla nafn mitt, og
hljóðið barst einhvers staðar ut-
an af ströndinni. Mig langaði til
að öskra, en það komu aðeins
annarleg snöktandi hljóð úr háls-
inum á mér.
Roy lyfti höfðinu. Hann heyrði
litlu röddina og tautaði eins og
við sjálfan sig: „Það er allt í lagi
með krakkann. Hún er nógu viti
borin til þess að fara ekki í vatn-
ið ein."
„Roy!" hrópaði ég. „Þú veizt
betur en svo. Þú veizt, að það
verður að gæta bamsins."
HEIMILISRITIÐ