Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 40

Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 40
Hctnn sneri sér að mér. ,,Farðu út, ef þú skilur, hvað er þér fyrir beztu — þér í þessum bjónalegu fötum. Þú lítur út í þeim eins og gyðja — óstargyðja eða eitthvað þess háttar! Þú ert inni í sama herbergi og villidýr, skilurðu það? Farðu út, áður en við iðrumst þess bæði." Hann hneig niður á rúmið með hendurnar fyrir andlitinu, axlir hans hristust til. A samri stundu var ég komin til hans, og full meðaumkvunar lagði ég hand- leggina utan um hann. Við snertingu mína, þreif hann með ofsa til mín. Hann skalf, þrýsti andlitinu upp að brjósti mínu og andaði slitrótt gegnum opnar var- irnar. Síðan strukust hendur hans yíir axlir mínar og hann hélt mér í heljargreipum. Ég varð skyndilega skelfingu lostin. „Hættu, Roy! Hættu!" Þetta var ekki Roy Johnson. Þetta var ógeðslegúr, ókunnur maður. Ég barði með krepptum hnefum á brjóst hans og sneri mig af hon- um og hljóp völtum fótum til dyra. Roy stökk upp af rúminu. Stór- ar hendur hans gripu utan um báðar mínar, þegar ég var að snúa snerlinum, og' hann hrinti mér til hliðar um leið og hann sneri lyklinum í skránni. Síðan stóð hann kyrr cg horfði á mig, 38 hann tók andköf og svitinn rann niður eftir andliti hans. Ég fann visky-lyktina og sá tryllinginn, sem vínið framkallaði í augu hans. ,,Þú eggjaðir mig ekki, eða gerðirðu það, kettlingurinn þinn? Þú varst aðeins að fá þig fallega sólbrúna í þessum efnislitlu föt- um, var það ekki, elskan?" Svip- ur hans var þungbúinn og reiði- legur og hann gekk eitt ógnandi skref í áttina til mín. „Hleyptu mér út, Roy. Gerðu það gerðu það - - opnaðu dyrnar!" ,.Opnaðu dyrnar, Roy. Gerðu það, opnaðu dyrnar —" hermdi hann eftir mér skrækri röddu. Og þá kallaði hærri, mjóiTi rödd: „Jean, Jean, hvar ertu? Ég er að fara að synda!" Það var Barbara að kalla nafn mitt, og hljóðið barst einhvers staðar ut- an af ströndinni. Mig langaði til að öskra, en það komu aðeins annarleg snöktandi hljóð úr háls- inum á mér. Roy lyfti höfðinu. Hann heyrði litlu röddina og tautaði eins og við sjálfan sig: „Það er allt í lagi með krakkann. Hún er nógu viti borin til þess að fara ekki í vatn- ið ein." „Roy!" hrópaði ég. „Þú veizt betur en svo. Þú veizt, að það verður að gæta bamsins." HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.