Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 63

Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 63
kátlegt að sjá hann svona virðu- legan og strengilegan. Dr. Broderick bauð henni til sætis og brosti vandræðalega. ,,Við erum þakklát bróður yðar fyrir að hafa lofað að hafa þetta hræðilega mál ekki í hámæli," sagði hann. ,,Hann hefur einnig fallizt á, að allir, sem hlut eiga að máli, geti haldið áfram sinni venjulegu vinnu." Jim hóf að spyrja systur sína og lét hana segja frá ýmsu, sem starfsfólkið við uppskurðinn hafði aðhafzt um matarleytið og áður en dr. Krudsen dó. Síðan sagði hann: ,,Við höfum gert okkur nokkuð ljósa grein fyrir aðdragandanum að þessu máli, en það er ekki ljóst, hver hefur haft ástæðu til þess að myrða yfirlækninn. Þú starfaðir sérstaklega fyrir hann. Er þér kunnugt um að hann hafi átt nokkurn óvin? Veiztu um nokkuð, sem gæti varpað Ijósi yfir þetta mál?" Þetta var erfitt augnablik. Rona ætlaði að fara að svara, en hætti við það og leit snöggt á forstjór- ann. Dr. Broderick skildi þetta uagnatillit og sagði kuldalega: „Ef þér vitið eitthvað, verðið þér að segja bróður yðar frá því. Þér megið ekki láta yður til hugar koma að dylja eitthvað til þess JTJLÍ. 1956 eins að hlífa einhverjum öðrum." „Jæja þá." Hún gerði sér vel ljóst, hvaða áhrif orð henar myndu hafa, en hún sagði nákvæmlega frá því samtali, sem hún og Venner höfðu heyrt fara á milli yfirlæknisins og frú Broderick. Það var löng þögn á eftir frá- sögn henar og á meðan starði bróðir henar á hana án þess að segja orð. Svo sneri hann sér að dr. Broderick og horfði hvasst á hann. „Hafið þér nokkru við þetta að bæta, dr. Broderick?" „Eg skil þetta ekki, alls ekki. Ég veit ekki annað en það, að eiginkona mín kom hingað í sjúkrahúsið í dag til þess að fara í læknisskoðun. Hún er hér ennþá. Ég lít svo á, að það væri heppi- legra að þér töluðuð við hana sjálfa." Hann hringdi til einkaritara og bað hana um að skila til konu sinar að koma strax til skrifstofunnar. Jim horfði á hann efagjarn. „Þetta hefur þá ekki neina sér- staka þýðingu fyrir yður, dr. Broderick — ekki einu sinni sú athugasemd dr. Knudsens, að hann myndi leggja skoðanir sínar varðandi einhverja gjöf, fram á fundi sjúkrahússstjórnarinar?" „Já, gjöfin. Ja, ég vissi um skoð- anir yfirlæknisins á gjöfinni. Við 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.