Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 61
ícrsi sínu. ,,Heath lögregluforingi
heíur yíirheyrt mig, og hann segir
að ekki komi til mála, að ég hafi
getað átt nokkum hlut að máli í
þessum harmleik. Hann segir að
eitrinu hafi verið hellt út í kaffið.
Þegar bakkinn var sendur upp til
skrifstofu yfirlæknisins, var ég úti
að borða hádegismat með Peters,
og þegar ég loks kom hingað, var
dr. Knudsen kominn á skrifstofu
sína og var þar ásamt — frú
Broderick."
„Þér vissuð þá líka, að frú
Broderick var þar?" sagði Rona.
,,Já, svo sannarlega. Henni
liggur mjög hátt rómur. Bæði
hjúkrunarkonan og ég heyrðum
til hennar í gegnum vegginn inni
í svæfingastofunni." Gregory
Venner fitlaði við úrfesti sína.
„Það var að vísu mjög erfitt að
þurfa að nefna þetta að dr. Brode-
rick viðstöddum, en ég gat ekki
verið að leyna þessu fyrir lög-
reglunni."
Ronu létti þegar hún heyrði
það, að Venner hafði tekið á sig
ábyrgðina af því, að segja Jim frá
heimsókn frú Brodericks til yfir-
læknisins. Og þó hafði hún mikla
samúð með honum. Gregory
Venner hafði tilbeðið og dáð dr.
Knudsen, en hcmn óttaðist dr.
Broderick meira en nokkurn ann-
an. Hún gerði sér það ljóst, að
það hlaut að hafa verið hin mesta
þolraun fyrir hann, að þuría að
segja dr. Broderick, að eiginkona
hans hefði að minnsta kosti haft
tækifæri til þess að fremja glæp-
inn.
Hún gerði sér einnig ljóst, að
eftir lát dr. Knudsens, var Venner
algjörlega háður vilja dr. Brode-
ricks og fyrirætlunum hans um
að endurskipuleggja starfsemi
sjúkrahússins. Dr. Broderick hafði
lagt sig allan fram til að tryggja
sem hagkvæmastan rekstur
sjúkrahússins, og hann hafði
komizt að þeirri niðurstöðu, að
Gregory Venner var ekki hæfur
til að gegna því tvöfalda hlut-
verki, að vera aðstoðarmaður dr.
Kundsens og skjalavörður sjúkra-
hússins. Hvað eftir annað hafði
forstjórinn reynt að losa sig við
Venner, og honum hefði tekizt
það, ef dr. Knudsen hefði ekki
ávallt stutt manninn, sem eitt sinn
hafði bjargað lífi hans. Nú leit
einna helzt út íyrir það, að þessi
skelfilegi dagur yrði ekki aðeins
til þess, að Venner missti bezta
vin sinn, heldur einnig stöðu sína
v:ð sjúkrahúsið.
Aðstoðarmaðurinn stóð kyrr í
sömu sporunum og horfði á hana
óstyrku og hugsandi augnaráði.
Loks sagði hann:
„Ungfrú Heath, ég — ég þarf
að leggja fyrir yður viðkvæma
spurningu. Það varðar nokkuð,
JÚLÍ, 1956
59