Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 57
fór í að reykja einn af þeim þrem
vindlingum, sem hann reykti dag-
lega. Síðari hluti dagsins fór í að
lesa fyrir bréf og svara því stöð-
uga flóði símskeyta, sem á degi
hverjum barst frá hinum mörgu
umboðsmönnum hans og skrif-
stofum um allan heim. Kvöldverð-
urinn hófst kl. 21.15. Að því und-
anskildu, að í stað fisksins kom
smá kjötréttur, var matseðillinn sá
sami og um miðjan daginn. Eftir
kvöldverðinn gekk Gulbenkian
í nákvæmlega 10 mínútur fram og
aftur á svölum gistihússins, áður
en hann fór inn í hýbýli sín til
þess að halda áfram vinnu sinni
við að ráðstafa mestu auðæfum
heims. K1 24.00 slokknuðu ljósin
í svefnherbergi hans eftir dag,
sem ekki hafði verið sérlega frá-
brugðin deginum áður eða kom-
andi degi. Ef til vill hafði nýtt dýr-
mætt málverk verið keypt eða
nokkrar milljónir græddar á olíu-
samningi. En hvaða ánægju gat
það veitt manni, sem átti fyrir
stærsta einka-listasafn heimsins
og svo mikil auðæfi, að hann
hefði getað greitt allar danskar
þjóðskuldir án þess tæplega að
merkja, að nokkru munaði á
bankainneignum hans.
Þau þrettán ár, sem Gulbenkian
dvaldist á Hótel Aviz, varð hin
hámákvæma stundartafla hans
aðeins tvisvar fyrir truflunum. I
fyrra sinnið, þegar efnuð hefðar-
kona frá Manilla kom til þess að
tala við Gulbenkian. Hann neit-
aði að veita henni áheyrn. Með
aðstoð gistihússtarfsmanns, sem
hafði komið sér í mjúkinn hjá
milljarðamæringnum, heppnaðist
þó að lokum að koma því svo
fyrir, að þau mæltu sér mót og
Gulbenkian bauð henni þriggja
mínútna viðtal. Hefðarkonan, sem
þá var orðin svo viti sínu fjær af
reiði yfir þeirri útreið, sem hún
hafði fengið hjá Gulbenkian,
stóð kyrr í dyrunum að vinnuher-
bergi milljarðarmæringsins og
hreytti eftirfarandi kveðjuorðum
út úr sér:
„Hr. Gulbenkian, ég kom til
Lissabon til þess að tala við yður
um mikilvæg viðskipti, en nú er
ég hætt við að gera það. Þér
eruð mjög ríkur. Það er ég líka.
Þér eruð mjög mikilsmetinn mað-
ur hér. Það er ég líka í Manilla.
Mismunurinn er sá, að ég er
lady, en þér eruð ekki séntilmað-
ur.”
Síðan sneri hefðarkonan sér
við og skellti dyrunum við nefið
á hinum orðlausa Gulbenkian.
1 seinna sinnið röskuðust settar
reglur dagsins, þegar portúgalska
stjómin hafði farið þess á leit
við Hótel Aviz, að það léti
spánskri stjórnarerindreka sendí-
nefnd, sem átti að gera mikil-
JÚLÍ, 1956
55