Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 54
sem maður má reikna með. Þeg-
ar menn byrja að reikna í milljón-
um, sjá þeir strax fyrir sér höll,
lystisnekkju og endalaust óhóf,
en þegar maður reynir að ímynda
sér 4 milljarða gróða af einu ein-
asta fyrirtæki, þá svimar mann
og maður getur ekki fylgzt með
lengur.
Skárri er það nú bitinn, sem fer
í skatta, segir maður ósjálfrátt. En
Gulbenkian var ekki maður, sem
kærði sig um að gefa skattayfir-
völdunum peninga sína. Fyrir-
tæki hans voru dreifð um allan
hnöttinn, og af langri lífsreynslu
lærði hann, að fara svo hárná-
kvæmum höndum um óhemju
tekjur sínar, að hann losnaði að
mestu við að greiða skatt. Lönd
eins og Venezuela, Panama,
Tangier og aðrir staðir með litla
eða enga skatta, voru aðalaðset-
ur gróðafyrirtækja Gulbenkians
og milljónirnar runnu þúsundum
saman óskertar inn í fjárhirzlur
hans.
Olíuyfirráðasvæði Gulbenkians
voru þau umfangsmestu sem um
gat í enka eign. Þegar forstjóri
stærsta olíuhrings heimsins.
Walter C. Teagle frá Standard Oil
Amerika var einu sinni kynntur í
samkvæmi sem hinn ókrýndi olíu-
konungur okkar tíma, svaraði
hann brosand: ,,Nei, herrar mínir,
það er til maður, sem hefur miklu
meiri áhrif í hinni alþjóðlegeu
olíuverzlun en ég. Nafn hans er
Gulbenkian, og hann vill ekki
einu sinni veita mér viðtöku þó
ég biðji hann um viðtal. Hann
hefur hreint og beint ekki tíma til
þess að fást við smælingja eins
og mig."
Hve mikil voru þá auðæfi Gul-
benkians? Glöggir fjctrmálamenn
gátu þess til, að varlega metið
mundi upphæðin nema á milli 7
milljarða króna — sjö þúsund
milljóna króna — og gjörsamlega
ónefnanlegrar tölu. Enginn vissi
það fyrir víst. Það er einnig vafa-
samt, að Gulbenkian hafi í ell-
inni haft fullkomna hugmynd um
sín mörgu iðnaðar- og verzlunar-
fyrrtæki.
Um einkalíf hins dularfulla
milljarðamærings liggja fyrir
upplýsingar af mjög skornum
skammti. Aðeins liðlega tvítugur
að aldri kvæntist hann armenskri
stúlku. Þrátt fyrir milljóna-auðæf-
in varð það ekki hamingjusamt
hjónaband. Fáum árum eftir að
dóttirin Rita og sonurinn Nubar
fæddust, yfirgaf Gulbenkian konu
sína. Dóttirin giftist síðar armensk-
um aðalsmanni, sem varð, er
tímar liðu, einn af aðalumboðs-
mönnum Gulbenkians í París.
Sambúðin við soninn einkennd-
ist af eilífum erjum. Nubar, sem
enn þann dag í dag stjórnar skrif-
52
HEIMILISRITIÐ