Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 27

Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 27
Hún hristi höfuðið og hann skildi hvað hún átti við. Hann gat hvort eð er ekki fylgt henni alla leið. ,,Ég fer ekki á skrifstofuna hvað sem öðru líður," sagði hann og þrýsti hönd hennar. Hún skyldi ekki koma að auðu húsi, hvað sem fyrir kæmi —■ hann mundi verða hér á heimili hennar, til að taka á móti henni. Hún kinkaði kolli. Sólin var komin upp fyrir sjóndeildarhring- inn og sendi einn geisla inn um opinn gluggann. Hann skein í augu Alice, sem drukku sólskinið í sig og endurvörpuðu því til Bents. „Ég elska þig," sagði hann hljóðlega. Það var langt síðan hann hafði sagt þetta síðast, því maður heldur ekki daglega á lofti gömlum, löngu kunnum stað- reyndum. Hún leit á hann og hjarta hennar veitti orðum hans viðtöku á nákvæmlega sama hátt og augu hennar höfðu áður drukkið í sig sólargeislann. KARSTEN stakk fótunum var- lega í bláu inniskóna, sem móðir hans hafði saumað honum. Hann var viss um, að hann hafði heyrt raddir innan úr herbergi foreldra sinna, en klukkan var aðeins sex, svo það var hálf klukkustund þar til þau færu á fætur. Ef til vill ... jafnvel þó hann vissi, að hann var að verða of stór til slíks, þá fékk hann næstum alltaf leyfi á sunnudögum, ... því þá ekki í dag, þó það væri þriðjudagur, fyrst þau á annað borð voru vöknuð. „Mamma?" Hann læddist nær. Móðir hans brosti. ,,Má ég ... ?" Hann settist til fóta á rúm hennar, áður en hann kæmi orðum að spumingunni. Hún henti koddanum sínum til hans, og hann kom fótunum þægi- lega fyrir við heita fætur hennar. Hún settist upp, leit á hann og brosti. Ekki alveg eins og hún var vön að brosa, heldur eins og hún hafði brosað seinustu dagana. Það hafði víst byrjað í síðustu viku. Hún hafði þrýst honum svo fast að sér, og eitt andartak hafði hann haldið, að hún væri að gráta, en þegar hún leit á hann, sá hann, að hún brosti þessu nýja brosi. Honum fannst dásamlegt að sitja í fangi hennar og „faðma hana" innilega. Lena sagði, að það væru aðeins smábörn, sem sætu í keltu móður sinnar, en Karsten kærði sig kollóttan um það. Það var ekkert smábarna- legt við það, að þrá að faðma móður sína að sér, þegar hún var jafn yndisleg og mamma hans. Lenu fórst heldur ekki að tala, hún hékk alltaf í pilsunum á mömmu og var þó 13 ára. JTJLÍ, 1956 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.