Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 28
„Veiztu hvers ég vildi óska mér, mamma?" sagði hann skyndilega. „Nei," hún breiddi faðminn á móti honum, og tók hann um- svifalaust í fangið, þegar hann færði sig upp í rúmið til hennar með koddann undir handleggn- ■ um. „Að við færum í skóginn í dag, þó bara sé þriðjudagur og komið haust.” „Það vildi ég líka,” sagði móðir hans, og hann heyrði ekki betur en að hún klökknaði. Það var þó sjálfsagt einhver vitleysa, því full- orðið fólk grætur ekki þó það komist ekki út í skóg á ósköp venjulegum þriðjudegi. LENA setti bollana á bakkann. Varlega, svo að glamrið kæmi ekki upp um hana. Þau máttu ekki vita það, fyrr en kaffiilminn legði inn í herbergið til þeirra. Hún öfundaði Karsten dálítið, af því að hann hafði vaknað á und- an og fengið að fara upp í rúmið til mömmu. En það var heimsku- legt að öfunda svo lítinn strák- hnokka. Hún hafði heldur enga ástæðu til að vera öfundsjúk, því Karsten var svo lítill, að pabbi og mömma höfðu ákveðið, að hann skyldi ekkert vita um það, að mamma væri veik og þyrfti ef til vill að ganga undir uppskurð. Mamma hafði trúað Lenu fyrir því. Hún hafði sagt: „Þú ert nú orðin stór stúlka, og það er engin ástæða til að leyna þig neinu. Dr. Klausen hefur ráð- lagt mér að fara til sérfræðings, til þess að fá úr því skorið, hvort það sé nauðsynlegt, að ég fari á sjúkrahús dálítinn tíma. Ef í Ijós kemur, að ekki er um annað að velja, er ég viss um, að þú hjálp- ar pabba eins mikið og þú getur og verður góð við Karsten. Hann er aðeins níu ára, en þarfnast þess, að einhver hugsi um hann og „gæli" dálítið við hann endr- um og eins, og ef ég er hér ekki til að gera það, vil ég gjaman geta treyst þér til að gera það fyrir mig." Lena hafði fúslega lofað þessm. Það yrði ekki sérlega erfitt að efna það loforð, því henni þótti vænt um litla bróður sinn. Karsten var auðveldur viðureignar og mjög skemmtilegur á margan hátt. Hann líktist mömmu. Hann var þeim hæfileikum búinn, að öllum fannst þeir svo óumræðilega ham- ingjusamir bara af þeirri einföldu ástæðu, að honum þótti vænt um þá. Það var líkast því, að ást hans væri náðarbrauð, sem hann vildi miðla af hvem dag. Lena hellti upp á kaffikönn- una. Hún hnyklaði brýmar. Nú gat hún ekki skilið, að mamma 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.