Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 37
hún full trúnaðartrausts. ,,Ég elska þig, Jean." „O, elskan,'' sagði ég andvarp- andi. ,,Jean elskar þig líka, svo mikið, svo mikið. Ég skal alltaf gæta þín. Ég skal sjá um að þú verðir aldrei særð.'' Varir mínar lokuðust hægt og ég starði á hana, á ávalann á fínlegri hökunni, hlægilega löngu augnahárin og sannleikurinn rann upp fyrir mér ljóshfandi og bitur. Ef til vill hafði ég nú þegar gert eitthvað til þess að særa hana með því einu að fara inn til Roy. Það skipti engu máli hversu sambúð Roy og Ellenar var á- rekstrarsöm — og það var eitt- hvað að á milli þeirra — ég hafði engan rétt til þess að vera hlut- dræg. Ef ég að lokum kæmi öllu í háa loft, hver mundi þá líða mest? Barbara. Sektirtilfinningin gerði mér þungt um andardráttinn. Ég vissi hvað ég varð að gera: ég varð að forðast Roy — og láta hann forðast mig. ÉG VAR þakklát fyrir þá fáu frí- daga, sem ég átti frá vinnu minni um helgina fjórða júlí. Einhvern- tíma sagði mamma: ,,þú ert þreytuleg," og ég tautaði: „Bar- bara er erfið. Það er allt í lagi með mig." En ég leit á móður mína, sem var önnum kafin yfir reikninshaldi sínu og hugsaði með beizkju: Ef þú værir öðruvísi gæti ég komið til þín og opnað hjarta mitt. Ég er hrædd. Roy Johnson skelfir mig. Ég er öll í uppnámi út af honum. Ég þarfn- ast hjálpar þinnar. Til hvers var það? Mamma myndi aðeins álíta mg kjánalega, ímyndunarveika. Ég gat ekki einu sinni sagt upp atvinnu minni án fullnægjandi ástæðu, nógu góðrar til þess að hún tæki hana gilda. Ég varð að gegnumganga þetta alein, fálma mig áfram. Þótt undarlegt megi virðast, var það Roy, sem hjálpaði mér — án þess að segja orð, án þess að líta við mér. Þegar ég sá hann í vikunni á eftir, vissi ég, að einn- ig hann hafði tekið sína ákvörð- un: Hætta, snertið ekki. Ég held, að þá fyrst hafi ég farið að elska hann einlæglega. Ég tók eftir því, að hann var farinn að fara alltof margar ferðir í vínskápinn og ég varð gripin ótta og meðaumkvun með hon- um. Það var ekki ég eingöngu, sem olli honum hugarangri. Það var eitthvað annað, djúp, nag- andi þjáning innra með honum, sem var að vaxa, vaxa, vaxa. Á laugardagsmorguninn — það var ljómandi veður — fór ég inn í eldhúsið og fannst hið óró- lega andrúmsloft í húsinu fylla JÚLÍ, 1956 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.