Heimilisritið - 01.07.1956, Side 37

Heimilisritið - 01.07.1956, Side 37
hún full trúnaðartrausts. ,,Ég elska þig, Jean." „O, elskan,'' sagði ég andvarp- andi. ,,Jean elskar þig líka, svo mikið, svo mikið. Ég skal alltaf gæta þín. Ég skal sjá um að þú verðir aldrei særð.'' Varir mínar lokuðust hægt og ég starði á hana, á ávalann á fínlegri hökunni, hlægilega löngu augnahárin og sannleikurinn rann upp fyrir mér ljóshfandi og bitur. Ef til vill hafði ég nú þegar gert eitthvað til þess að særa hana með því einu að fara inn til Roy. Það skipti engu máli hversu sambúð Roy og Ellenar var á- rekstrarsöm — og það var eitt- hvað að á milli þeirra — ég hafði engan rétt til þess að vera hlut- dræg. Ef ég að lokum kæmi öllu í háa loft, hver mundi þá líða mest? Barbara. Sektirtilfinningin gerði mér þungt um andardráttinn. Ég vissi hvað ég varð að gera: ég varð að forðast Roy — og láta hann forðast mig. ÉG VAR þakklát fyrir þá fáu frí- daga, sem ég átti frá vinnu minni um helgina fjórða júlí. Einhvern- tíma sagði mamma: ,,þú ert þreytuleg," og ég tautaði: „Bar- bara er erfið. Það er allt í lagi með mig." En ég leit á móður mína, sem var önnum kafin yfir reikninshaldi sínu og hugsaði með beizkju: Ef þú værir öðruvísi gæti ég komið til þín og opnað hjarta mitt. Ég er hrædd. Roy Johnson skelfir mig. Ég er öll í uppnámi út af honum. Ég þarfn- ast hjálpar þinnar. Til hvers var það? Mamma myndi aðeins álíta mg kjánalega, ímyndunarveika. Ég gat ekki einu sinni sagt upp atvinnu minni án fullnægjandi ástæðu, nógu góðrar til þess að hún tæki hana gilda. Ég varð að gegnumganga þetta alein, fálma mig áfram. Þótt undarlegt megi virðast, var það Roy, sem hjálpaði mér — án þess að segja orð, án þess að líta við mér. Þegar ég sá hann í vikunni á eftir, vissi ég, að einn- ig hann hafði tekið sína ákvörð- un: Hætta, snertið ekki. Ég held, að þá fyrst hafi ég farið að elska hann einlæglega. Ég tók eftir því, að hann var farinn að fara alltof margar ferðir í vínskápinn og ég varð gripin ótta og meðaumkvun með hon- um. Það var ekki ég eingöngu, sem olli honum hugarangri. Það var eitthvað annað, djúp, nag- andi þjáning innra með honum, sem var að vaxa, vaxa, vaxa. Á laugardagsmorguninn — það var ljómandi veður — fór ég inn í eldhúsið og fannst hið óró- lega andrúmsloft í húsinu fylla JÚLÍ, 1956 35

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.