Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 8
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hvað sigur minn var auðunninn, Pú, sem svo oft hefir vísað mjer á bug með drambi og fyrirlitningu, og með viðbjóði snúið baki við mjer í hvert sinn, er jeg hefi komið fram með viturlega uppástungu, er í einni svipan gerði hinn heiðvirða, rjettláta Danfel Ahrnell að — þjóf. Játaðu, að dygðakenning þín hafi eigi verið verðmætari en ,’nauðsynjakenning mín. Jeg hefi ætíð fylgt þeirri stefnu, að láta ekkert óreynt til þess að verða auðugur. En þrátt fyrir þínar ströngu lífsreglur, hefir þú að eins hlotið fátækt og skort; en jeg hefi komist í góð efni, unnið mjer álit og aldrei þurft að neita mjer um nein gæði lífsins. Jeg hefi verið vitur; þú heimskingi. Jeg lagði út á lífsbraut- ina án þeirrar fölsku iífsskoðunar, að við, börn fátæklinganna, gætum 'brotið oss braut með starfsemi, ráðvendni og samviskusami. Pú starfaðir og hafnaðir gæðum Iífsins. Pú varst stúdent, en hvað græddirðu á því? Fátækt. — Jeg fleygði bókinni^frá mjer og fór í sjóferðir. A löngum næturvökum markaði jeg lífsstefnu mína; hún var einföld en hagkvæm. Hún var á^þessa leið: Samviskusemi út á við, hleypi- dómaleysi inn á við. Rjettmætt er, að leita alls hagnaðar sem unt er, eigi maður ekki á hættu að vera tekinn ’ fastur. Jeg hefi aldrei gengið á orð mín, aldrei’rofið samning; aldrei notað ráðvendnina sem yfirskin, en heldur aldrei látið hagkvæmtj tækifæri eða heimsku annara ónotað. Jeg hefi aldrei haft mætur á vinnunni, en jeg hefi komist að raun um, að hún er nauðsynleg sem auglýsingaspjald til að hylja ýms snillibrögð, er gefa meira af sjer á einni klukkustund en strit og hungur á heilu ári. Jeg er nú kominn í álnir, og ef fyrirtæki okkar hepnast, mun jeg að nokkrum árum liðn- um svo efnum búinn, að jeg get hætt sjóferð- um og byrjað verslunarstörf... Siðan kvongast jeg fagurri mey og fæ þannig að verða þeirra gæða aðnjótandi, sem starfsviðleitni manna stefnir að, en sem þjer hafa eigi hlotnast. Haimurinn er slæmur; lít á hann sem hann er og þú munt ekki verða dreginn á tálar, og þjer inun vel farnast, Jeg hefði gaman af að vita, hvernig þjer hefir liðið þessi tólf ár, sem við höfum ekki fundist. Er leiðir okkar skildust, vorurn við unglingar; þú heimskingi, jeg þá þegar hygginn.* »Pú hefir rjett að mæla; jeg var heimskingi, en jeg ætla að verða það, sem þú ætíð hefir verið. Par eð jeg nú er sokkinn svo djúpt, að jeg hefi gengið í bandalag við þig, hefi jeg. breytt lífsstefnu og hald inn á nýja braut. Er jeg stíg á skip þitt, slít jeg öll þau bönd, er tengja mig ættjörðinni og sem valdið hafa ógæfu minni. Fýsir þig að vita, hvað komið hefir mjer, sem trúi og hefi mætur á göfgi vinnunnar, í neyð þá og eymd, sem eg nú á við að búa?« »Að sjálfsögðu sjerviska þín.« »Nei, ástin.« Strömberg rak upp skellihlátur, rendi vfni í glas, tæmdi það og mælti: »Var eigi gnótt heimsku í huga þjer, þótt þú bættir ,þessari eigi við? Pú befir líklega eigi framið þá fávisku að kvongast?« >Jú, jeg er kvæntur,« svaraði Ahrnefl, drakk úr vínglasi og fól andlitið í höndum sjer, eins og minningin um það hefði gersamlega lamað hann. >Um tíu ára skoið hafa örlagaþættir mínir og konu verið ofnir saman, og, Pehr Strömberg, þetta er orsök fátæktar minnar.* »Var kona þín máske eignalaus eða glatað barn, sem þú vonaðir að geta frelsað með því, að ganga að eiga hana? Slíkir ofstækismenn sem þú kvongast ætíð fátækum olnbogabörnum.* »Betur að svo hefði verið,« sagði Ahrnell og barði knýltum hnefa í borðið, »en bölið er, 'að konan mín var framúrskarandi álitleg mær.« »Var? Er hún hið gagnstæða nú?« »Enn verra. Hún þjáist af ólæknandi sjúk- dómi. Hefir legið rúmföst heilt ár og alt út- Ht á, að slíku fari enn fram um margra ára skeið. Ó, sú kona, sú kona! Hve mikil byrði hefir hún eigi verið mjer!« Strömberg leit undrandi á Ahrnell og spurði síðan:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.