Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 80

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 80
76 NÝJAR KVÖLÐVÖKUR. hestar, er bundið var fyrir augun á, en á eftir þeim hljóp gamall maður með staf í hendi og hrópaði í sífellu: »Nú, nú, dragið þið þrjót- ar! Hana, dragið þið karlarnir mínir!« Hann barði ekki hestana með stafnum, en hrópaði að eins, og því hærra sem hann hrópaði, því hraðar hlupu hestarnir, svo blautur kaðallinn vafðist í hringi utan um stólpann og pramm- urinn rann áfram. En hvar var nú ferjan? Fljótið lá breitt og spegilsljett fyrir framan Semjan. Sólin var gengin undir og kvöldroðinn speglaðist í vatni þess. Alt í kring var kyrt og hljótt, en það var svo mikill tómleiki í allri þessari kyrð, að Semjan fór að verða hálfsmeykur. Á bakkan- um hinum megin, langt burtu, var hægt að eygja eitthvað, er líktist húsum; til beggja handa voru skuggalegir skógarflákar. Semjan staulaðist niður fljótsbakkann, en þar niðri var jafn kyrt og tómlegt; vatnið skvampaði bara næstum eins og óvingjarnlega og nöldrandi við fætur honum, og hátt í lofti flugu nokkrir fuglar fram hjá. Hann fór að ráfa fram og aftur um bakkann í ráðaleysi, en hvergi sást nokkur lifandi vera og ekki heyrðist til neins. Rauði bjarminn á loftinu var að hverfa og það var að verða grátt. Semjan varð hikandi; hann settist niður á sandinn og nú fanst hon- um í fyrsta skifti hann vera þreyttur og hann ekki geta gengið lengra. Hvernig átti hann líka að komast yfir um fljótið? í fyrstu starði hann niður í vatnið og aðgætti, hvernig það stöðugt leið áfram og gutlaði við bakkann. Svo horfði hann upp í ioftið eða yfir á bakk- ann hinum megin, sem myrkrið var að leggj- asf yfir, og einhver blýþungi lagðist á barns- hjartað litla. Var hann blátt áfram hræddur við, að vera einsamall? Skildi hann máske, hve einmana hann var? Iðraðist hann þess, aö hafa strekið? Eða var það er.durminningin um foreldrana, er vaknaði í brjósti hans? Semjan gat víst ekki gert sjer það ljóst, en það vaknaði hjá honúm löngun til að borða og einnig til að gráta. Osjálfrátt stakk hann fingrinum í munninn og sat þannig og horfði út í bláinn, án þess eiginlega að sjá nokkuð. En alt í einu rauf eitthvert hljóð kyrðina; það var eins og hægt og ógreinilegt andvarp. Semjan varð hverft við. Svo var það líkast því, að einhver væri að raula við sjálfan sig, hálfsofandi, og drægi lengi seiminn. Út und- an runna við bugðu á fljótinu kom mjór bát- ur; hann fór hægt og hjelt sjer fast við bakkann, »Frændi, taktu mig méð!« hrópaði Semjan, þegar fiskimaðurinn, sem sat og muldraði vísu fyrir munni sjer, kom nálægt honum. »Frændi, ó, frændi!« Ókunni maðurinn sneri sjer að honurn og Semjan sá mórautt, klunnalegt and- Iit, auðsjáanlega ekki rússneskt, með svörtum skeggtoppi neðan á hökunni og uppbrettri efri vör; undir henni skein í hvítar, hvassar tennur. Hann sat í ofurlitium, einkennilegum eikja, gerðum úr einum trjástofni, og svo lágum, að vatnið gekk næstum jafnhátt keipnúm, Þetta kynlega trog valt svo gífurlega á vaininu, að það leit út fyrir, að það mundi þá og jaegar hvolfast. En fiskimaðurinn lagði árina rólega á knje sjer (hann hafði ekki nema eina ár) og starði sljófum augum á drenginn. »Frændi,« endurtók Semjan og röddin var hikandi, »taktu mig með yfir um!« »Gefur þú nokkuð?« spurði hinn með Kirgísiskum framburði. Rví næst hleypti hann brúnum, fitjaði upp á nefið, svo að tennurnar sýndust enn þá lengri, og fór að klóra sjer á bringunni með iöngu, kræklóttu fingrunum. Pað hafði raknað hnútur á band- inu, er hjelt hvítu skyrtunni hans saman um hálsinn og sást í bera bringuna, er var jafn dökkmórauð og andlitið. Grófi, útlendi hreimurinn í röddinni, reiði- svipurinn á andlitinu á fiskimanninum og myrkr- ið, er stöðugt varð þjettara, dró alveg kjark- inn úr Semjan. Hann stakk báðum höndum í hárið, fleygði sjer endilöngum niður í sand- inn og íór að hágráta. Rað kom eins og undr- unarsvipur á sljóflega andlitið fiskimannsins. Til þess að fá Semjan til að líta upp, hrópaði hann glymjandi hátt á Kirgísisku: »Ej — hi!« Svo hljóp hann á Iand með annan endann á eikjanum, benti á stað í botninum, þar sem nokkrir hálfdauðir fiskar flutu og sagði stutt- aralega: »Setstu þarna!« III. Tvær vilcur voru liðnar. Semjan hafði gengið margar rastir, fram hjá mörgum bændabýlum og þorpum. Hann hjelt öruggur áfram ferð sinni án þess þó að flýta sjer mjög, og spurði við og við: »Er enn langt til Rússlands?« »Já, það er drjúgur spölur þangað enn þá! Pú nærð þangað ef til vill einhvern tíma í vet- ur.« »Og kemur veturinn bráðum?« »Nei, það er tími til vetrar. Haustið er ekki komið enn.« Stundum komu tár í augu Semjans, þegar hann sá híu, hvítu kirkjuturnana í sveitaþorp- unum. Hann tók þá af sjer húfuua, tleygði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.