Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 67
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
63
»Hr. verksmiðjueigandi,* mælti Gerða og
Ieit til hans, eigi biðjandi, heldur föstu augna-
ráði. >Pjer getið eigi ætlað að knýja mig til
að heitast yður með því að hóta föður mín-
um . ,
»Hvað ætti að híndra mig í að gera það?«
»Meðvitundin um, að þjer gerðuð yður þá
sekan í glæp.«
»Jeg bið yður, Gerða, að taka vel eftir orð-
um mínum: Jeg get verið góðlyndur, meira
að segja göfuglyndur, en eigi þá er hamingja
mín er í veði, en hún og þjer eruð eitt. Ef
þjer hikið við að verða eiginkona mín, þá get
jeg hvorki nje vil fyrirgefa það og þjer verðið
sjálf að sæta afdrifunum.*
»Jeg vildi óska,« mælti Gerða og stóð á
fætur, »að jeg gæti neytt mig til að verða
kona yðar, en jeg get það ekki, og í þeirri
meðvitund að jeg breyti rjettilega í því að
segja yður það, fel jeg mig gúði á hendur.
Hinn ógæfusami faðir minn er eigi í Svíþjóð;
hann á að dæmast eftir sænskum lögum fyrir
glæpi sína; en nú er hann í Englandi og heitir
öðru nafni og lögin ná honum því eigi. Að
hann eigi konu í Svíþjóð og hafi kvongast í
Vestur-Indlandi er að vísu satt, en það verður
eigi sannað, því að mamma neytir eigi rjettar
síns. Hún ræður eins miklu þar um eins og
þjer. Jeg hefi komist að raun um, að þjer
getið eigi refsað föður mínum fyrir glæpi hans
°g jeg, dóttir hans, get eigi lagt það, sem
þjer heimtið, í sölurnar fyrir hann. Ef hann
hefði verið •heiðvirður og óhamingjusamur
maður hefði feg gert það.«
Strömberg hafði treyst á það, hvað Gerða
var ung og óreynd. Hann hafði haldið, að
auðvelt væri að hræða hana til að Iáta undan.
Nú sá hann, að hún skildi fullkomlega aðstöðu
þeirra beggja og jafnframt, hve Iflils hann mátti
sín í raun og veru.
»Er þetta fastur ásetningur yðar?« spurði
Strömberg.
»Já.«
»Ungfrú Ahrnell, þá verður ófriður milli
okkar. Við sjáum til hvort ber sigur úr být-
um. Minnist þess, að jeg hefi varað yður við
þeim vopnum, sem jeg beiti.«
»Hr. Strömberg, þá eir maður berst fyrir
röngum málstað og beitir óheiðarlegum vopn-
um, getur maður eigi vænst eftir sigri. Jeg er
reiðubúin til að mæta árásum yðar í þeirri
öruggu vissu, að guð muni vernda mig.«
»Við sjáum hvað setur. Jeg verð nú að fara
frá yður, en jeg vona, að þjer hafnið eigi að
borða miðdegisverð með Elisu og veita vesl-
ings barninu, sem ann yður, þá gleði, að njóta
samvista yðar í dag. Á morgun fer hún að
heiman. Pjer berið að sjálfsögðu engan kala
til hennar, þótt faðir hennar sje óvinur yðar.«
»Jeg er eigi óvinur neins,« mælti Gerða í
blíðum róm, »og mjer mun alt af þykja vænt
um Elísu litlu.«
Strömberg horfði lengi á Gerðu og tautaði
fyrir munni sjer:
»Ókkur hefði öllum verið það heilladrýgra,
að þú hefðir eigi verið svona þrálynd.«
Hann gekk burtu hröðum skrefum og Gerða
fleygði sjer niður á stólinn og hvíslaði:
»Guð minn góður! Pað var þá meira en
slæmur grunur, að pabbi hefði framið morð.«
Að stundarkorni liðnu kom Elísa litla hlaup-
andi og kastaði sjer um hálsinn á Gerðu.
Pá er Gerða b3uð mömmu sinni góðan dag
morguninn eítir, var hún alt önnur en áður.
Angurblíðan og hrygðin var horfin úr svip
hennar, en festa og ró komin í staðinn, eins
og hún hefði hrundið á braut öllum virkileik
og ásett sjer að mæta því, sem að höndum
bæri með þreki og hugrekki og láta eigi and-
streymið buga sig.
»Pú eit svo ánægjuleg á svip, barnið mitt,«
sagði móðir hennar og klappaði á vanga henn-
ar. »Pað hressir mig að horfa á þig og sjá
eigi þöglu hrygðina í augum þínum eins og
undanfarið.*
»Pakka þjer fyrit þessi orð, elsku mamma.
Jeg skal framvegis reyna að verða eigi eins
döpur í bragði,« svaraði Gerða. »Mjer fer