Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 28
24 NVJAR KVOLDVÓKUR. koma hingað á morgun, og ætla jeg þá að tala við hann. Fylgdu mjer nú eftir.« Jafnskjótt og háskólakennarinn kom út úr myndastofunni, Ijet Karólína hann vita, að mað- ur nokkur vildi finna hann að máli. Væri hann að leita að dreng, sem hefði farið þang- að með dúfur um morguninn, en væri ekki kominn heim aftur. »Ha, hæ! Pað ert víst þú, sem verið er að leita eftir,« sagði háskólakennarinn hlægjandi. »Oott og vel; jeg ætla að tala við bróður þinn meðan þú ert að eta. Kanske við get- um útkljáð málið undir eins.« Háskólakennarinn lagði nokkrar skipanir fyrir Karófínu og gekk síðan inn í lestrarstofu sína. Stundarkorni síðar var Níels hleypt þang- að inn. »Pjer Ieitið að bróður yðar,« mælti háskóla- kennarinn og sagði honum í fám orðum frá því, sem gerst hafði. »Drengurinn er óvenju miklum gáfum gæddur,« bætti hann við, »og með tímanum getur talsvert orðið úr honum. Jeg sting því úpp á því við yður, að .hann komi til mín til náms. Það væri synd, ef hann eyddi lífi sínu við skósmíðastrit. Hann mundi áreiðanlega verða Ijelegur skósmiður, því að hann hefir enga starfshneigð í þá átt. Hvað segið þjer um uppástungu mína?« Níels varð vandræðalegur á svip og sneri hattinum milli handa sjer, en þegar háskóla- kennarinn spurði hann svona skýrt og skorin- ort, sagði hann: »Karl er bróðir minn, og mjer þykir mjög vænt um hann, er mjer því ant um að hann komist áfram. Eftir dauða föður okkar hefi jeg kappkostað, að gera hann að dugandi hand- iðnamanni, sem sjeð gæti fyrir sjer með iðn sinni, en sykki eigi niður í fátækt og eymd, eins og faðir hans, af því að hann lagði stund á það starf, sem eigi framfleytti honum. Pess vegna segi jeg blátt áfram, herra háskólakenn- ari, að eg vil ekki að Karl verði slíkur lista- maður, en álít best að hann stundi skósmíði.« »En hann langar ekkert til þess,« mælti há- skólakennarinn og gleymdi algerlega að hann sjálfur hafði knúð son sinn til að stunda iðn, sem honum var móti skapi. —« »Mig langaði í fyrstu heldur eigi til þess,« mælti Níels. Mig langaði til að stunda trje- skurð og móta myndir, en mikil eymd var heima hjá okkur og jeg hugsaði á þessa leið.« Slíkur starfi gagnar eigi, það leiðir til hungur- dauða, og því fór jeg að nema skósmíði, tólf ára að aldri. Mjer fanst að vísu Ieiðinlegt, að bæta og gera að gömlum skóm frá morgni til kvölds, en þegar jeg hafði lokið námi og gat aðstoðað hina sjúku móður mína, varð mjer starfið Ijett. Jeg kappkostaði að verða dugandi skósmið- ur og rækti starf mitt vel. Eftir að mamma dó átti jeg að sjá fyrir heilsuveilli systur og ungum bróður. Jeg hafði lofað mömmu að gera nýtan handverksmann úr piltinum og að leyfa honum ekki að fást við listastörf pabba. Jeg tók sjálfur að reka iðn mína og fjekk nóga atvinnu, sem nægði okkur til framfærslu. Hag- ur okkar hefði verið miklu betri, ef jeg hefði ekki orðið að liggja sjö vikur á sjúkrahúsi sakir taugaveiki. Skarð það, sem þá varð í tekjur okkar, var eigi svo hægt að fylla. Jeg var orðinn skuldugur, hafði mist viðskiftavini mína og átti um skeið við bág kjör að búa, en úr því rættist samt. Pað hefir kent mjér, að reglulegt lífsstarf er þó hið besta fyrir al- þýðubörn, og af því á Karl aldrei að verða annað en skósmiður.* pj »Pjer eruð frá yður, Gústavson minn góð- - ur,« sagði háskólakennarinn. »Skósmíði er þó ekki eina iðjan, sem sjer manni farborða, að því er jeg held. Að faðir yðar var ljelegur myndskeri og hafði því eigi nægilega atvinnu, ' :það sannar samt ekki, að myndskurðurinn sje í^.ijeleg atvinnugrein. Jeg ér sjálfur af alþýðu f|kominn. Faðir minn var trjesmiður í smáþorpi :i|og átti engar eignir nema vinnu sína. Hann sá, að jeg var óvenju miklum gáfum gæddur og sendi mig því til Stokkhólms til þess að jeg fengi nægilega mentun. Par vakti jeg at- hygli E. háskólakennara. Hann tók ástfóstri við mig; jeg varð lærisveinn hans, og fjekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.