Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 46
42 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. um leið og hann fór fram hjá, en leit ekki einu sinni lausiega á Oerðu. »Hr. Schneider er þá ekki farinn!« hrópaði frú Strömberg. »Pabbi sagði að það væri á- kveðið, að hann færi til Frakklands. Pví hefir þá verið frestað,« Oerða svaraði eigi, en hugsaði: »Hættan hefir þá ekki verið eins mikil og hann hugsaði fyrst hann er kyr.« Pað varð ekkert af ferð Richards. Hann fór á ný að venja komur sínar til Smiths-fjölskyld- unnar, sem hafði miklar mætur á honum sök- um viðmótsblíðu hans. Oft bar það nú til, að hann í samræðum sneri tali sínu að Oerðu, en Ijet sig hana ann- ars litlu skifta. Hann sýndi henni að eins fulla kurteisi. Störf Richards veiltu honum eigi mikinn tíma til skemtana. Hann hafði allan hugann á starfi sínu og vann af hinu mesta kappi. Haustið nálgaðist og farið var að búa undir heimför frú Strömbergs. Dagurinn hafði verið ákveðinn, en kvöldið fyrir eftir máltíð fjekk hún ákaft krampaflog. Undir eins var sent eftir Iækni til Lundúna. Gerða vakti yfir sjúkl- ingnum. Alt var reynt til þess að lina þján- ingarnar, en árangurslaust. Pá er læknírinn kom, lýsti hann yfir því, að það væri áköf lungnabólga, Að viku liðinni ljetst hin góða, ástúðlega móðir, og dauði hennar vakti almenna sorg. Ekkillinn var óhuggandi, hinn aldraði faðir frávita af sorg og Gerða harmaði hina látnu af einlægu hjarta. Pá er greftrunfn var um garð gengin, fór Strömberg strax burt af Englandi, þar sem hjarta hans hafði verið sært ólífissári. Hann ætlaði í ferðalag á meginlandinu til þess að sefa sorgir sínar. Faðir hinnar látnu vildi hafa dótturdóttur sína og Gerðu hjá sjer um veturinn. Ung- mærin, sem frjett hafði úr ýmsum brjefum, að öllum liði vel heima, Ijet tilleiðast að vera hjá munaðarleysingjanum, þar til að Strömberg kæmi um vorið og sækti barn sitt. Eftir að Gerða var orðin sjálfráðari og óháð- ari en áður, virtust þau Richard ósjálfrátt lað- ast hvort að öðru. Petta virtist stafa af því, að Milly dvaldi nú lengstum í Lundúnum og eldri Smith ljet lítið á sjer bera eftir dauða dóttur sinnar, en gaf sig mest að Elísu litlu. Richard hafði gerbreytst. Hann vaT eigi eins sokkinn niður í starf sitt, og eyddi tómstund- unum eingöngu heima í návist Gerðu. Hann undraðist oft hinn skarpa og skjóta skilning hennar og dómgreiiid og var stund- um vanur að segja: »Mjer skjátlast eigi, þjer eruð brot af snillingi.« »ÖrIítið brot,« svaraði Gerða hlægjandi. Samræður þessar og samvistirnar um vetur- inn kollvörpuðu öllum ákvörðunum og útreikn- ingum. Richard gleymdi heimsvisku sinni og þeirri ákvörðun; eigi að elska. Alt laul í lægra haldi fyrir töframagni ástarinnar. Hann gaf tilfinningum sínum Iausan tauminn og eina tak- mark óska hans og hugsana var Gerða. Hann gat eigi lifað án hennar, og þessi bráðgáfaða mær hafði blessunamk áhrif á huga hans. Sjer- hver lágfleyg og ógöfug hugsun, sjerhver eig- ingjörn þrá, hvarf úr hjarta hans. Sakleysi hennar og hugsanagöfgi hafði slíkt vald á hon- um, að hann viitist eigi dirfast að horfa í djúp augna hennar, ef hann bjó yfir nokkurri hugs- un, ósk eða verki, sem var henni vansæmandi. Gremja hans við föður sinn linaðist jafn- skjótt, sem óánægja hans hvarf. Hlutskifli verkamannanna, sem hann fyrirleit, en reyndi þó jafnframt að hafa sem mest not af, fanst honum nú eigi eins fyrirlitlegt. Richard hatði aldrei verið eins ánægður með lífskjör sín eins og nú, aldrei verið eins von- góður og bjartsýnn. Hann var þó eigi einn þeirra, sem láta sjer nægja augnabliksánægjuna og bíða rólegir á- tekta. Hinar ástríðuþrungnu tilfinningar hans knúðu hann áfram, svo að hann reyndi af fremsta 'megni að stýra rás viðburðanna og verða sinnar gæfu smiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.