Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 20
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »En Anderson var það eigi,« mælti Karl, *og hafi það samt verið Ahrnell, sem . . .« »KarI, Karl, eigi ber að vera illmáll um niann, þótt hann sje fátækur,« tók Níels fram í fyrir honum. »Ahrnell hefir jafnan verið heiðvirður og ráðvandur, þótt bláfátækur væri.« »En það hefir sjómaður þessi einnig verið,« skaut Karl inn í. »Eigi að fullu. Hann er kunnur að óregiu og óáreiðanleik. Rað hefir verið rætt í dag- blöðunum. En tölum ei frekar um þetta mál.« Karl þagnaði, ólundarlegur á svip. Síðdegis sama dag fór Níels í sparifötin og hjelt til bankastjórans; var hann þar beðinn um skó á sex börn og borgun fyrir leður greidd fyrirfram. Nú varð kátt í koti í litlu vinnustofunni. Níels vann af kappi og söng kvæði sín. Rá er slcór barnanna,voru tilbunir, fór Karl með þá til bankastjórans ásamt reikningi, sem Níels hafði ritað með miklum erfiðismunum. Hjónin voru eigi heima, en hin vingjarnlega Lovísa sagði, að hann gæti gjarnan beðið þeirra. Meðan hann sat í eldhúsinu og beið, kom ■ drenghnokki með spýtu og hníf og vildi endilega að Lovísa tálgaði sjer bát, en hún var eigi fús til þess. Karl herti upp hugann og bauðst til að smíða bátinn. Hafði hann rjett lokið því, er bankastjóri kom heim. Var Karli greiddur reikiiingurinn og fengnir skór til að- gerðar, og lofaði hann að hafa smíðað drengn- um hest, er hann kæmi næst. Gústavson bættust nú nýir viðskiftamenn með degi hverjum og hætti því við burtförina í bráðina. Nokkrar vikur liðu. Áhugi sá, sem Karl hafði á morðrannsóknunum, dofnaði. Hann hafði fengið önnur umhugsunarefni. Hann var að sönnu iðnari en áður, en virtist, gagnstætt Níelsi, hafa glatað glaðlyndi sínu, þótt gnótt væri að starfa. Hann var þögull og þrálynd- ur og vissi Níels enga sök til þess. Fagurt laugaidagskveld í júlí sat Karl við dyrnar á bústað þeirra. Börnin ljeku sjer eigi í garðiuum, eins og vant var. Rau voru farin út á víðavang. Stína var í heimsókn hjá vin- konu sinni og Níels sat að vinnu sinni og söng. Karl söng ekki, en keptist við að smíða hest úr trje. Lengi hafði hann unr.ið að honum, þvi að skrokkurinn var albúinn og nú var makkinn og augun á leiðinni. Rað var að sínu leyti sannarlegt listaverk. Drengurinn virt- ist einnig svo hugfanginn af vinnu sinni, að hann gaf hvorki gaum að kveldfegurðinni nje söng Níelsar. — Garðshliðið var opnað og aldraður maður gekk inn í garðinn. »Selur nokkur hjer dúfur?« spurði hann og sneri sjer að Gústavson. »Systir mín, en hún er eigi heima,« svar- aði Níels. \ Aðkomumaðurinn og skósmiðurinn tóku að ræða um verðið. Ætlaði komumaður að kaupa nokkrar og láta sækja þær daginn eftir. Meðan á þessum samræðum stóð, hjelt Karl áfram vinnu sinni. Er samræðunum var lokið, kvaddi aldraði maðurinn og ætlaði að halda leiðar sinnar, en kom þá auga á, hvað Karl hafðist að. »Ertu trjeskeri?« spurði hann Karl og gekk til hans. »Hann skemtir sjer við trjeskurð í tómstund- um sínum,« svaraði Níels. »Það er eigi hans rjetta lífsstarf, því að hann á að verða skósmið- ur,« bætti hann vjð, auðsjáanlega smeikur um, að komumaður skyldi halda, að bróðir sinn væri rjettur og sljettur myndskeri. »Hefirðu hjáiparlaust smíðað hest þennan?« spurði hinn aðkomni og tók ófullgerða lista- verkið úr höndum drengsins. »Það hefi jeg gert, og mundi smíða miklu listfengari hluti, ef . . .« »Ef hvað?« spurði hinn og grandskoðaði hestinn. »Ef jeg væri eigi knúður til að verða skó- smiður. En það er útkljáð mál, og jeg hefi leikið mjer við að smíða þennan hest handa Eiríki litla bankastjórans.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.