Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 18
14 NVJAR KVÖLDVÖKUR, mynd, sem eigi gæti annast um systur sína, en hún, l<ryplings-tetrið, þyrfti að vinna baki brotou, og þó væru þau bláfátæk. Hún sagði, að það hæfði bróður sínum að lifa á bón- björgum, því að hann væri auli, sem hefði varpað hamingjunni frá sjer, er honum stóð hún til boða. Hún gæti aldrei fyrirgefið hon um, hve fátæk þau væru. — Níels þagði við rausi Stínu, en á svip hans var auðsjeð, að orð hennar fengu mikið á hann. Er hún að lokum þagnaði, mælti hann: »Heyrðu, Stína, nú erum við skilin að skift- um. Þú hefir eigi geðjast mjer síðan þú ætl- aðir að telja mig á, að draga mjer fjeð, og nú skipa jeg þjer að halda þjer í skefjum; annars læt jeg þig fara leiðar þinnar. Jeg hefi lofað að vinna fyrir þjer og sjá um þig, en gæta verður skynsemi í öllu, og vil jeg að friður og spekt ríki í mínum híbýlum. Þú getur búið í herberginu, og í eldhúsinu máttu einnig vera, en jeg ræð þjer til að leggja eigi leið þína í vinnustofuna; annars verðurðu að flytja burt og sjá um þig sjálf eftir mætti. Meðan jeg hjelt, að þú værir ráðvönd og heið- virð kona, sætti jeg mig við vitfirring þína, en er jeg nú veit, að þú ert bæði órjettlát og önuglynd, get jeg eigi lengur staðist ilsku þína.« Stína krepti hnefana og mælti: »Þú skalt eigi hafa unnið fyrir gíg, Níels. Pú skalt kenna á hótunum þínum við mig, sem jafnan hefi viljað þjer vel, ótætið þitt.« í vinnustofunni var Karl önnum kafinn við að safna saman áhöldunum, sem komin voru á ringulreið. Hann leit til Níelsar oghvíslaði: »þetta var meira rokið. Hún lamdi mig eins og gamlan húðarklár, en þú skalt eigi fár- ast um það. Jeg gat vel staðist þá raun og þurfti hennar máske við.« Níels svaraði eigi, en settist að vinnu sinni. Auðsætt var samt á andliti hans, að nriður þekkar hugsanir ásóttu liann. Nokkrar mínút- ur vann hann af kappi, leit því næst upp og horfði fast á Karl og mælti: »Það virðist eigi til frambúðar mega við svo búið standa, en leita mun verða betri lífskjara.« »Fús er jeg til þess,« mælti Karl ákafur. »Slæm iðja er það, að vera skósmiður.« »En þú ert eigi fær um neitt annað. Rú ert nú 13 ára að aldri og . . .« »Get þó eigi gert við skó, heldur þú. Rað sýnir glögt, að jeg verð aldrei dugandi skó- smiður. Jeg verð að stunda aðra atvinnu, sem jeg get numið, og einnig unnið mjer gnótt fjármuna.* »Hvað ætti það að vera?« spurði Níels og fór að fága skóinn, sem hann var búinn með. »Rað get jeg eigi fyllilega sagt um, en jeg held, að jeg muni detta ofan á það, og þá muntu komast að raun um, að jeg verð vel nýtur maður. Jeg vil helst skera út myndir, eins og þær, sem jeg er vanur að draga á leðurpjötlurnar.« Níels tók aftur til starfa og hjelt stundarkorn áfram þegjandi. Loks mælti hann: »Betra hefði verið, Karl, að þú hefðir haft meiri hug á skósmíðinu, því að dugandi skó- smiður hefir ætíð oían af fyrir sjer og sveltur eigi, en slíkt verður oft um ýmsa Iistamenn, sem smíða glysvörur.« »Ó, Níels minn góður! Hvað snertir tekj- urnar af skósmíðinu, þá virðist þú stunduni eiga erfitt uppdráttar.« • »Að því liggja sjerstakar ástæður. Hefði jeg unnið á vinnustofu, mundi jeg betur settur, en slíkt var eigi unt. Samt hefi jeg haft ofan af fyrir okkur með vinnu minni; öðru máli gegndi um föður minn. Hann smíðaði skraut fyrir trjesmiði, Er hann hafði nóg að starfa, grædd- ist honum mikið, en oft var engin vinna og alt sökk í örbirgð og eymd, svo að ágóðinn nægði eigi, þá hann fjekst, og vesl ngs pabbi. varð svo örvinglaður út af því, að hann fór að taka sjer neðan í því sjer til hugljettis. En þá var seinni villan verri hinni fyrri. Pabbi dó, eins og þú manst, er þú varst 5 ára að aldri. Mamma saumaði skyrtur fyrir smásala og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.