Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 65

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 65
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 61 »Telja þjer hughvarf,* tók Marianne fram í í ásökunarróm. »Eigi það, en þjer gat virst, að jeg ætti eigi að hafna öllum þeim gæðum, sem í boði voru.« »Ertu þá svo óráðin að þú sjert hrædd um, að jeg telji þjer hughvarf?« »Jeg hafði tekið ákvörðun mína um leið og Strömberg hóf mál sitt. Jeg get eigi orðið kona hans.« Marianne lagði handlegginn um háls dóttur sinni, kysti á enni hennar og hvíslaði: »Guð blessi þig fyrir þau orð. Jeg hefi verið milli heims og helju þessa daga síðan jeg fjekk brjefið frá Strömberg. Jeg var hrædd um, að þú tækir honum. Og jeg vildi eigi segja þjer neitt, þótt hann bæði mig að leggja sjer liðsyrði.í »Hvenær fjekstu það brjef?« »Daginn sem þú varst hjá Strömberg. Nú ætla jeg að láta huggast og verða hress á ný, þá er jeg veit, að þú ert eigi orðin leið á að vinna, en kýst það heldur en að selja frelsi þitt og Iifa í ástlausu hjónabandi. Rödd í hjarta mjer hvíslar, að faðir þinn komi ein- hvern tíma aftur,* — Gerðu hrylti við — »og þá mun hann launa dóttur sinni staðfestuna.® Gerða kysti hönd móður sinnar og tók til vinnu sinnar. Hún gat eigi horft á Marianne meðan hún var að ræða um föður hennar, og það særði hana, að heyra hana tala um hve sælar þær yrðu, þá er hann kæmi aftur. Marianne hafði á liðnurn árum gleymt þeim tímum, þá er maður hennar var henni kaldur og óþýður í viðmóti. Hún mintist að eins þess tímabils, er ást og starfsemi ríkti á heimili þeirra. »Betur að hún dæi óvitandi um glæp hans,« hugsaði Gerða. »Betur að hún megi stöðugt geyma þessar draumsjónir um eiginmanninn, sem ekki verðskuldar hina trygglyndu ást hennar.* F>á er frú Ahrnell var að lýsa framtíðinni i sem fegurstum myndum og færa draumsjónir gínar i orðabúning, var barið að dyrum, Gerða fór og lauk npp. Karl var kominn. rótt slætnt væri í veðri var Karl kominn um langan veg til að endurnýja kunningsskap- inn við hina gömlu sambýlinga sína. Frú Ahr- nell bauð hann hjartanlega velkominn, þakk- aði honum forna greiðasemi og Ijet í Ijósi gleði sína yfir velgengni hans. Karl var hjá þeim mæðgum alt kvöldið og ræddi að eins um áhugamál þeirra. Að loknum kvöldverði bjóst hann til ferðar. Marianne fjell þessi látlausi unglingur svo vel í geð, að hún bað hann að koma aftur hið bráðasta. »Jeg er yður mjög þakklátur,® mælti Karl, »því að síðan ungfrú Edith og dóttir háskóla- kennarans fóru til Sviss til dvalar er enginn, sem jeg get rætt við mjer til skemtunar. Jeg hefi mjög saknað ungfrú Edithar, en heim- sóknir mínar hingað munu bæta úr því.« Koma Karls hafði hjálpað Gerðu út úr vand- ræðum þeim, sem hún var komin í meðan móðir hennar ræddi um föður hennar, en fleira var gott við heimsókn Karls. Hann hafði minst á stúlku, sem komin væri til háskólakennarans til þess að læra að móta heiðurspeninga. Gerða fór undir eins að hugsa um, að hún gæti ef til vill lært eitthvað svipað. Hún gat t. d. lært að skera í trje. Hún festi hugann mjög við þetta og tók að líta alt öðrum aug- um á framtíðina en fyr, Vonin hvíslaði henni því í eyra, að hún hefði gáfur til einhverra starfa á þessu sviði, og hún var þess fullviss, að henni mundi takast að ná framförum í þeirri grein. Hún ákvað að ráðfæra sig við Karl um þetta. »Starfið er heiður, starfið er ham- ingja og starfið er sjálfstæði,« hugsaði Gerða. »Starfið skal láta mig gleyma æðstu sælu lífsins, sem jeg hefi farið á mis við; starfið skal sætta mig við þá hugsun, að faðir minn er glæpamaður, því að það mun koma mjer hjá að þiggja nokkuð af honum.*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.