Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 38
34 NÝJAR KVÖLDVÓKUR. hefir hann ekkert látið frjettast um sig,« bætti hún við og andvarpaði. »F*jer voruð svo veikar, þá er hann fór, að . . .« »Hann vonaði, að jeg mundi vera dáin,« tók Marianne fram í fyrir honuin og brosti beisklega. »En hugsaði hann þá ekki um barnið okkar? Eða er hann máske að vinna fyrir það? Jeg sje á yður, að þjer eruð á sama máli.« Strömberg, sem var friðsemdarmaður, við- urkendi þetta óðar. Marianne hlustaði á hann og var auðsjeð á svip hennar, að hún sætti sig við ummæli hans, og Strömberg hóf þá máls á því, sem vaidið hafði, að hann ieitaði hana uppi. Hann var, eftir eigin sögusögn, auðugur, kvæntur enskri konu og átti eina dóttur. Eftir sex mánaða dvöl í Svíþjóð hafði honum tekist að fá fregnir af konu vinar síns, og vildi nú afla sjer vitneskju um efnahag hennar, því að hann æskti einkis fremur, en að verða henui að liði. Hann hagaði orðum sínum þannig, að þau hlutu að hrífa hina lítt reyndu konu og vekja hjá henni velvild á honum. Marianne varð hrærð vegna samúðar hans og endurminning- arinnar um forna aðstoð hans. Hún fann, hve mikið þakklæti hún átti honum að gjalda og reyndi til að færa tilfinningar sínar í orðabún- ing, en Strömberg tók fram í fyrir henni og spurði hana um ýmislegt viðvíkjandi dóttur hennar, um uppeldi hennar o. s. frv. Marianne andvarpaði og viðurkendi, að því væri mjög ábótavant. Strömberg vildi því næst vita, hvort Gerða væri gædd nokkurri sjerstakri gáfu, en Marianne gat að eins sagt það um hana, að hún væri mjög iðin og ánægð með hlutskifti sitt. Samræður þessar höfðu staðið margar klukku- stundir og Marianne og Strömberg sátu enn á tali, þá er Gerða kom heim. Hún virtist verða forviða á, að sjá aðkomumann hjá móður sinni, Strömberg gat aftur á móti ekki horft af hinu aðlaðandi andliti Gerðu. Strömberg, sem frá fornu fari var kunnur að því, að vera dugandi sjómaður, nýtur versl- unarmaður og áreiðanlegur, var vel tekið af stórlöxunum í kauphöllinni, þá er hann sneri heim til Svíþjóðar sem námueigandi og stór- eignamaður. Þeir vissu, að hann hafði fengið auðugt kvonfang. Hann var orðinn stórríkur, en »líkur sækir líkan heim«, og því tóku allir ríkismenn honum tveim höndum og hann naut hinnar mestu virðingar, enda gerði hann alt til þess að auka veg sinn í augum manna. Skömmu eftir heimsóknina til Marianne stað- næmdist skrautvagn hans úti fyrir bústað síra Z. Strömberg gekk inn til prestsins. Hann kvaðst kominn til þess að heyra um hagi Gerðu, því .að hann æskti eftir, að ann- ast um hana. Sfra Z. furðaði mjög á hinni göfugmannlegu framkomu Strömbergs og inti honum alt af Ijetta um meyjuna. »Gerða er,« mælti prestur, »ein af hinum afbragðs gáfuðu, sem sýnast fæddir til einhvers mikils, en stritið iamar þá þúsundum saman, svo að úr þeim verður ekki neilt. Hún hefir fagra rödd, skarpan skilning, auðugt ímyndun- arafl og er gædd svo mikilli skynsemi, að stundum sætir furðu. Hún er sem ófágaður gimsteinn; menn vita um hinn frábæra Ijóma hans, en til þess að hann komi greinilega í ljós, þarf að fága hann.« Strömberg Ijet nú á sjer skiija, að hann ætl- aði að leggja þeim mæðgum ákveðna fjárupp- hæð árlega, með því skilyrði, að dóttirin legði alt kapp á að afla sjer mentunar. Presturinn tókst á hendur að tala við frú Ahrnell um þetta og var honum það Ijúft, Daginn eftir heimsókn Strömbergs til síra Z. var laugardagur. Voru þá haldnir hljómleikar í borginni. Gluggar frú Ahrnell stóðu opnir og Gerða sat við einn þeirra og hlýddi á hljóðfæraslátt- inn. Hún var mjög hugsi. »Veistu rnamrna,* mælti hún loks, »að jeg vildi að jeg gæti skilið sál mína við líkamann og látið hana svífa langt á braut á vængjum hljómanna.*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.