Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 38
34 NÝJAR KVÖLDVÓKUR. hefir hann ekkert látið frjettast um sig,« bætti hún við og andvarpaði. »F*jer voruð svo veikar, þá er hann fór, að . . .« »Hann vonaði, að jeg mundi vera dáin,« tók Marianne fram í fyrir honuin og brosti beisklega. »En hugsaði hann þá ekki um barnið okkar? Eða er hann máske að vinna fyrir það? Jeg sje á yður, að þjer eruð á sama máli.« Strömberg, sem var friðsemdarmaður, við- urkendi þetta óðar. Marianne hlustaði á hann og var auðsjeð á svip hennar, að hún sætti sig við ummæli hans, og Strömberg hóf þá máls á því, sem vaidið hafði, að hann ieitaði hana uppi. Hann var, eftir eigin sögusögn, auðugur, kvæntur enskri konu og átti eina dóttur. Eftir sex mánaða dvöl í Svíþjóð hafði honum tekist að fá fregnir af konu vinar síns, og vildi nú afla sjer vitneskju um efnahag hennar, því að hann æskti einkis fremur, en að verða henui að liði. Hann hagaði orðum sínum þannig, að þau hlutu að hrífa hina lítt reyndu konu og vekja hjá henni velvild á honum. Marianne varð hrærð vegna samúðar hans og endurminning- arinnar um forna aðstoð hans. Hún fann, hve mikið þakklæti hún átti honum að gjalda og reyndi til að færa tilfinningar sínar í orðabún- ing, en Strömberg tók fram í fyrir henni og spurði hana um ýmislegt viðvíkjandi dóttur hennar, um uppeldi hennar o. s. frv. Marianne andvarpaði og viðurkendi, að því væri mjög ábótavant. Strömberg vildi því næst vita, hvort Gerða væri gædd nokkurri sjerstakri gáfu, en Marianne gat að eins sagt það um hana, að hún væri mjög iðin og ánægð með hlutskifti sitt. Samræður þessar höfðu staðið margar klukku- stundir og Marianne og Strömberg sátu enn á tali, þá er Gerða kom heim. Hún virtist verða forviða á, að sjá aðkomumann hjá móður sinni, Strömberg gat aftur á móti ekki horft af hinu aðlaðandi andliti Gerðu. Strömberg, sem frá fornu fari var kunnur að því, að vera dugandi sjómaður, nýtur versl- unarmaður og áreiðanlegur, var vel tekið af stórlöxunum í kauphöllinni, þá er hann sneri heim til Svíþjóðar sem námueigandi og stór- eignamaður. Þeir vissu, að hann hafði fengið auðugt kvonfang. Hann var orðinn stórríkur, en »líkur sækir líkan heim«, og því tóku allir ríkismenn honum tveim höndum og hann naut hinnar mestu virðingar, enda gerði hann alt til þess að auka veg sinn í augum manna. Skömmu eftir heimsóknina til Marianne stað- næmdist skrautvagn hans úti fyrir bústað síra Z. Strömberg gekk inn til prestsins. Hann kvaðst kominn til þess að heyra um hagi Gerðu, því .að hann æskti eftir, að ann- ast um hana. Sfra Z. furðaði mjög á hinni göfugmannlegu framkomu Strömbergs og inti honum alt af Ijetta um meyjuna. »Gerða er,« mælti prestur, »ein af hinum afbragðs gáfuðu, sem sýnast fæddir til einhvers mikils, en stritið iamar þá þúsundum saman, svo að úr þeim verður ekki neilt. Hún hefir fagra rödd, skarpan skilning, auðugt ímyndun- arafl og er gædd svo mikilli skynsemi, að stundum sætir furðu. Hún er sem ófágaður gimsteinn; menn vita um hinn frábæra Ijóma hans, en til þess að hann komi greinilega í ljós, þarf að fága hann.« Strömberg Ijet nú á sjer skiija, að hann ætl- aði að leggja þeim mæðgum ákveðna fjárupp- hæð árlega, með því skilyrði, að dóttirin legði alt kapp á að afla sjer mentunar. Presturinn tókst á hendur að tala við frú Ahrnell um þetta og var honum það Ijúft, Daginn eftir heimsókn Strömbergs til síra Z. var laugardagur. Voru þá haldnir hljómleikar í borginni. Gluggar frú Ahrnell stóðu opnir og Gerða sat við einn þeirra og hlýddi á hljóðfæraslátt- inn. Hún var mjög hugsi. »Veistu rnamrna,* mælti hún loks, »að jeg vildi að jeg gæti skilið sál mína við líkamann og látið hana svífa langt á braut á vængjum hljómanna.*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.