Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 33
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
29
Edith stundi þungan og lofaði að veita hon-
um það Iið, sem hún mætti.
»Gerða litla er hjer komin og vill finna
ungfrúna,« mælti Karólína, sem komið hafði
inn óvænt, og Richard rauk á fætur við orð
hennar.
»Er telpan úti í þessu voðaveðri?« hrópaði
Edith og stóð á fætur.
»Láttu hana koma inn,« mælti Richard og
varð Edith við þeirri ósk hans.
Rjett á eftir kom Gerða inn. Kveikt hafði
verið í herberginu. Bjarminn af ljósunum Ijek
um Gerðu. Hún var föl ásýndum, en ánægju-
leg á svip. Dökka hárið, sem gægðist fram
undan húfunni, var blautt og gljáði því meir
en vant var. Hún nam staðar rjett fyrir inn-
an dyrnar til þess að bleyta eigi hina skraut-
legu gólfábreiðu. Hún var komin úr renn-
blautu kápunni, en var mjög blaut á fótum,
þar eð hún hafði engar skóhlífar.
»Guð minn góður, barn mitt! Hvað knýr
þig til að fara svona langa leið í þessu fár-
viðri?« spurði Edith. »Mamma þíii er víst
ekki veik?«
»Nei, mamma er frísk, svo er guði fyrir að
þakka, en ungfrúin vildi fá skyrtur háskólakenn-
arans í dag, og því er jeg hjer komin.*
Litla telpan brosti mjög ánægjulega og rjetti
Edith fataböggulinn.
»En, barnið gott. Rað lá ékki svo lífið á,
að þú þyrftir að homa í þessu steypiregni,«
mælti Edith og leit á fætur barnsins. »Legg-
ist þú veik, verð jeg hugsjúk út af því.«
Gerða fullyrti, að henni mundi ekki verða
neitt mein að þessu.
»Jeg ætla að aka barninu heim í ljettivagni,«
mælti Richard.
Edith var því samþykk og að stundarfjórð-
ung liðnum hjelt vagninn af stað.
Richard yrti eigi á Gerðu í fyrsíu, en þetta
var í fyrsta sinni, að hún ók í vagni. Hún
hafði einnig mjög gaman af því og þagði full
hrifningar.
Pegar þau höfðu farið all-langan spöl, spurði
Richard skyndilega;
»Efnirðu alt af Ioforð þín?«
»Já, alt af,« svaraði Gerða.
»Ef að þú lofaðir að gleyma mjer ekki,
mundirðu efna það?«
»Vissulega.«
»Viltu lofa mjer því?«
»Já, það vil jeg.«
»En verið getur, að jeg fari langt í burtu
og komi ekki aftur fyr en eftir fjöldamörg ár.
Ætlarðu samt að muna mig, þótt þú að eins
hafir sjeð mig tveim sinnum?«
»Já, það ætla jeg.«
»Gefðu mjer hönd þína upp á það.«
Gerða lagði hönd sína í lófa unglingsins.
Hann þrýsti hana fast og mælti:
»En hvernig ætlarðu að fara að því, að
gleyma mjer ekki?«
»Pað verður eigi örðugt. Jeg hugsa til þín
kvölds og morgna, þegar jeg geri bæn mína,«
svaraði Gerða, sem virtist alveg eðlilegt að þúa
hann, »og þá mun jeg minnast þín eins og
þú varst, þegar jeg sá þig fyrsta sinni; þá er
þú horfðir svo lengi á mig, að mjer fanst jeg
sjá augu þín marga daga. Veistu að mig hefir
síðan oft sinnis dreymt um þig og þú leist
svo kynlega á mig. Af hverju gerðirðu það?«
»Af því að mjer fanst jeg hafa sjeð þig áð-
ur,« svaraði Richard.
»F*að var harla einkennilegt, því að vissulega
var það ekki svo. Hvernig gat þjer komið
slíkt í hug?«
»Mjer fanst þú líkjast einni konu, sem er
dáin.«
Vagninn nam nú staðar. Richard tók Gerðu
niður úr honum, og um leið og hún ætlaði
að fara inn um hliðið, mælti hann:
»Gefðu nánar gætur að mjer. Guð veit,
hvort við sjáumst framar.«
Gerða lagði hönd sína í lófa hans og horfði
lengi á hann. Rví næst mælti hún og brosti
ástúðlega:
»Nú skal jeg aldrei gleyma ásýnd þinni.
Vertu sæll.«
Hún kipti að sjer hendinni og hljóp inn um
llliðið.