Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 39
NÝJAR KVðLDÖVKUR. 35 »Hvert vildir þú láta hana svífa?« spurði móðir hénnar og leit kvíðafull á dóttur sína. Hún skildi eigi við hvað Gerða átti. »Hvert?« sagði Gerða brosandi. »Pað veit jeg eigi; en jeg vil fylgja hljómunum á för þeirra til þess, líki og þeir, að hverfa í geim- inn og deyja.« Pað var barið að dyrum. Gerða stökk á fætur til að opna og síra Z. gekk inn. »Ó, eruð það þjer, prestur góður!* hróp- aði hún í óumræðilega glöðum róm. Pá er prestur hafði spurt um líðan frú Ahr- nel! og rætt um daginn og veginn, vjek hann tali sínu að Strömberg, heimsókn hans og uppá- stungu. Hann ræddi um góðsemi Strömbergs, að ætla að sjá fyrir þeim mæðgum báðum og einnig að veita Gerðu tækifæri til að afla sjer slíkrar mentunar, að hún gæti búið sjer betri framtíð, en hún ætti nú í vændum. Marianne hlýddi á hann með tár í augum. Svo mjög var hún hrærð af hinni göfugu uppástungu Strömbérgs, en Gerða sat og leit til himins og dökkur roði ljek um vanga hénn- ar. Svo virtist sem að hún liti á tilboðið frá öðru sjónarmiði en presturinn. Pá er hann lauk máli sínu, spurði hún: »Hvernig eigum við að Iauna hr. Strömberg allar þessar velgerðir?« »Með því að vera þakklátar,* mælti prestur. »Með því einu getið þið mæðgur launað honum.« »En þá verður þetta ölmusa, sem okkur er gefin, og munum við þá verða í skuld um hana alla æfi okkar og það . . .« »Við hvað áttu, Gerða?« »Ó, prestur góður. Jeg veit, að yður virð- ist jeg vera vanþakklát, en mjer er eigi annað hægt, því að mjer sýnist allsendis ógerlegt, að taka nefndu tilboði fyrst að við mæðgur getum eigi goldið það með vinnu okkar. Við skuldum hr. Strömberg fje það, sem hann ljet oss í tje, þá er pabbi fór burt. Þá neyddumst við til að þiggja hjálp sökum erfiðra lífskjara, en nú brestur okkur ekki atvinnu, og því ætt- um við þá að taka velgerðum, sem við get- um ekki launað?« »En ykkur sjest báðum yfir mjög mikilvægt atriði,« sagði prestur, »sem sje það, að vinna ykkar nú fullnægir að eins daglegri þörf ykk- ar. Ef önnur ykkar veikist, hver verða þá kjör ykkar? Söm og þau eitt sinn áður hafa verið, ef líknsemi almennings liðsinnir ykkur eigi. Er þá eigi betra að taka þessu boði, sem gerir Gerðu fært að afla sjer þeirrar mentunar og menningar, að framtíð hennar og hagur eru betur trygð en áður. Gerum ráð fyrir, að Gerða gangi að boði Strömbergs og afli sjer þekkingar í söng og hljóðfæraslætti, svo að hún verði hæf kenslukona; mundi hún þá í þeirri stöðu vinna sjer miklu meira fje en með löngu striti dag hvern. Gerða skrifar fagra hönd og ritar sænsku rjett. Þá er hún hefir aflað sjer tungumála- kunnáttu, getur hún fengið störf við þýðingar. í fám orðum sagt: Fái hún mentun, mun henni veitast ljettar að hafa ofan af fyrir sjer, en er hana skortir slíkt. Mun henni veitast auðvelt að afia sjer hinnar nauðsynlegu þekk- ingar með þeim undirbúningi, sem hún hefir.« Mæðgurnar sátu hugsandi og mæltu eigi orð frá vörum. Gerðu var kynlega innan brjósts. Pekking- arþrá hennar, sem til þessa hafði blundað í brjósti hennar, var glaðvöknuð og vildi ráða úrslitum, en stærilætið þaggaði niður rödd hennar. Gerða var í ríkum mæli gædd þeim starfs- metnaði, sem vaknar í brjóstum þeirra, er hafa eigi á annað að treysta frá bernsku en starf sitt og sjálfan sig. Hún hafði eigi sem önnur börn treyst á það, að foreldrar þeirra sjeu skyld að annast þau, en hún hafði tamið sjer að vinna og þola skort. Petta hafði snemma þroskað hjá henni með- vitundina um eigin atorku og einnig vakið hjá henni ást á sjálfstæði. Hún gat því eigi skilið, hvernig hægt væri að treysta á annan en sjálf- 5*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.