Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 19 »Hvað skifti jeg mjer um heitið, þegar fram- tíð mín er glötuð; þegar jeg er sviftur öllum frama og frægðarhorfum.® »Mæl eigi slíkt, en hlýð á mig.* Edith fjekk Sylvíu leikfang hennar og sagði henni að setj- ast á sinn stað. Rví næst sneri hún sjer að Richard, sem stóð frammi fyrir henni með krosslagðar hendur á brjósti sjer, og mælti: »Setstu hjerna og reyndu að koma kyrð á hugsanir þínar. Síðan íhugum við aðstöðu þína, og sjálfur verðurðu að gera þjer grein fyrir afleiðingunum af deilu við föður þinn.« jÞú segir, að við skulum rólega rannsaka,* mælti Richard og settist í hægindastól. »Er hægt að vera rólegur, þegar maður er rjett í þann veginn að steypast niður í hyldýpið? Er hægt að horfa rólega á ástlausan föður gera að engu allar framtíðarhorfur manns?« »Heldurðu að þú græðir nokkuð á ofsanum, flautaþyrillinn þinn?« mælti Edith. »F*ú ættir að lofa mjer að láta í Ijós mitt álit, án þess að taka fram í fyrir mjer.« Richard hallaði sjer aftur á bak í stólnum og strauk hönd um enni. Edith hjelt áfram: »Oerum ráð fyrir, að þú farir til föður þíns og segir: Jeg vil eigi framvegis vera hand- iðnamaður; jeg heimta að hljóta það uppeldi, sem jeg á rjett á; jeg vil eigi láta knýja mig inn á þá Iífsbraut, sem er mjer hvumleið o. s. frv. Hverju heldurðu að faðir þinn svari? Þú átt éigi eignir eftir móður þína; þú ert alger- lega upp á hann kominn. Faðir þinn mundi reka þig á braut úr húsi sínu, og banna þjer að koma fyrir auglit sitt framar. Hann mundi láta þig hafa ofan af fyrir þjer með rjettri og sljettri handiðju. Brátt mundi það alkunnugt, að sonur hins fræga Schneiders háskólakennara hefði verið rekinn út á kaldan klaka af ættmennum sínum. Menn mundu kenna í brjósti um þig, og hlytu nýjar kviksögur að myndast um föður þinn. Á þessu mundir þú ekkert græða, en bíða mikið tjón við það, og hagur þinn mundi versna að mun. — Jeg held, Richard, að reynsla þín hafi verið nógu þungbær, þótt þú hættir eigi á, að reita föður þinn enn til reiði og fá að kenna á vaidi hans yfir þjer. Að eins ein aðferð gagnar, þá hann er annars vegar, og hún er, að bíða hentugs tækifæris, þegar óhætt er að segja honum sannleikann.c »Hvort sem tækifærið er hagstætt eða ekki, Edith, þá verð jeg að tala við hann. Jeg get eigi þolað þetta Iengur,« mælti Richard. Edith lagði hönd sína á öxl unglingsins og mælti alvarlega: »Richard, hugsaðu þjer á þessari stund, að Antonía hafi beðið þig að eiga ekki í erjutn við föður þinn, en reyna, í þeirri lífsstöðu, sem hann hefir ákveðið þjer, að brjóta þjer braut til álits og sjálfstæðis. Láttu sem jeg að þessu sinni tali hennar rómi og veiti þjer þau heil- ræði, sem hún mundi hvísla í eyra þjer, ef að andi hennar, sem svifur umhverfis okkur, gæti máli mæít.« Ungmennið draup höfði og huldi andlitið í höndum sjer. »Edith, Edith,« mælti hann lágt, »hví ákall- ar þú hana? Hvers vegna viltu sefa hinar æstu tilfirmingar mínar með minningunni um hana?« Nú varð þögn og Richard sat grafkyr, sokk- inn niður í hugsanir sínar. Loks stóð hann á fætur og mælti: »Sigraður enn á ný!« Hann rjetti Edith hönd sína og mælti: »Vertu sæl í bráð. Jeg held nú til litgerð- arverksmiðjunnar. Hefði náttúran verið ögn miskunnarríkari og eigi gefíð mjer þessa ó- slökkvandi þekkingarþrá, þessa brennandi met- orðagirnd, þennan óróa, sem eyðir sjálfum mjer, sökum skorts á næringu. Alla hæfileika mína á að kæfa með hinu lítilsverða litgerðar- striti, Játaðu, Edith, að gáfur mínar veiti mjer rjett til annars betra.« »Jeg viðurkenni fúslega, að þú hefðir átt að stunda nám, en hugsaðu þjer, að þú hefðir verið sonur handiðnamanns og sjálfur valið litgerðarstarfið. Efnahagur þinn hefði þá verið 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.