Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 32
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. höfðu ekki tekið eftir honum, eu Edith hjelt áfram sögu sinni og hin hlýddi á. Myrkrið færðist óðum yfir. Loks hreýfði Richanl sig og stundi svo þungan, að Edith sneri sjer við og leit þangað. Hann gekk nu inn í herbergið. »Góðan daginn, Richard,« mælti Edith og rjetti honum hönd sína. »Ertu strax kominn heim?« »Sjerstakt tilefni kom mjer til að fara fjór- um stundum fyr úr litgerðarverksmiðjunni en vanalega,* mælti Richard og greip hönd Ed- ithar. »Jeg varð að tala við þig^áður en jeg hitti pabba.« •/ Richard færði stól að arninum og settist. »Hefir nokkuð komið fyrir?<-• spurði Edith. Richard laut niður aá. Sylvíu og kysti litlu systur sína, setn klappaði bróður sínum og kysti hann. »Nokkuð, sem jeg vona að verði rnjer hag- kvæmt, hefir komið fyrir,« svaraði Richard og setti systur sína á knje sjer. »Herra B., sem jeg vinn hjá, hefir fengið brjef frá sænska ræð- ismanninum í Riga þess efnis, að hann ráði sjer 3 dugandi og lærða litara og sendi þá strax til Riga, og fá þeir stöðu við litargerð með afbragðs launum. . »Og hvað meir?« spurði Edith. »Herrá B. hefir spurt mig, hvort jeg viiji taka tiIboðinu.« »Og þú hefir strarað?* »Auðvitað jái.« Richard setti systur sína niður á gólfið, stökk upp og hrópaði: »Skilurðu ekki Edith, hvaða tilfinningar bær- ast í brjósti mjer, er jeg ioks sje fram á, að geta slitið þessa lamandi fjötra; nú mun jeg verða sjálfum mjer ráðandi, og er sama hvert á land jeg fer, ef jeg að eins verð frjáls maður.c Hann greip um báðar hendur Edithar og bælti við: »Jeg hljóp frá vinnu minni til þess að flýta mjer heim og finna þig. leg var svo ham- ingjusamur, og þaut upp stigann til þess að grátbæna þig að tala 'máli' mínu við pabba.« »En, Richard, ertu viss um, að þetta verði þjer tit hamingju, að þú eigi sakir æsku þinn- ar og reynsluskorts steypir þjer í hættur og torfærur. Hugsaðu þjer hvað það er, að ferð- ast á þessum tíma árs.« »Edith!« hrópaði Richard og fleygði sjer á kné, »talaðu ekki um mótlæti og hættur. Ef þær mæta mjer, mun jeg berjast móti þeim, en jeg vil að eins komast úr þessum kvalastað. Forsjónin hefir sent mjer þetta úrræði til þess að komast út í heiminn og reyna krafta mína. Rú ert sú eina, sem vald hefir á föður mín- um. Neyttu þessa valds til þess að útvega mjer fararleyfi. Þótt hann veiti eigi samþykki sitt,. þá fer jeg samt.« »Richard, við skulum tala hógværlega um mplið,« sagði Edith. »Ekki fyr en þú hefir lofað aðstoð þinni.« »Jeg skal gera það, ef þú heldur ákvörðun þinni eftir að jeg hefi lokið máli mínu.« Richard bar hönd Edithar að vörum sjer og settist síðan við hjið hennar. Edith sýndi honum fram á, hve miklar tor- færur og andstreymi mundi verða á leið hans, ef hanu stigi þetta spor; hún reyndi með öllu móti að fá hann til að hætta við ferðina. Húu bauð að styrkja hann síðar til utanfarar til frekara náms í iðngrein sinni. Richard hlýddi ‘ þögull á hana, en er hún hafði lokið máli sínu, hóf hann drembilega upp höfuð sitt og mælti: »Nei, Edith. Fyrst faðir minn hefir gert mig að handiðnamanni, þá vil jeg brjóta mjer braut af eigin ramleik. Jeg get ekki og vil ekki þiggja hjálp af neinum. Nú eða aldrei verð jeg að hrista af mjer ófrelsisfjötrana. Komist jeg hjeðan, kem jeg ekki aftur fyr en jeg er orðinn efnaður og sjálfstæður maður. Rú munt nú tala máli mínu við pabba og svo látum við útrætt um þetta. Á morgun um þetta leyti verður hr. B. að fá svar mitt og að fimm dögum liðnum verð jeg farinn úr Stokknólmi.c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.