Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 5
Starfið þroskar. Eftir Marie Sophie Schwartz. Fyrsti þáttur. I. Fyrsta maí 18— var heiður himin, sólskin og hlýtt í veðri, í öllum gestgjafahúsum og skemtistöðum í nágrenni höfuðborgarinnar bjuggu menn sig undir fjölmenna heimsókn. Dýragarðurinn var skrautlegur á að Iíta frá þvi árla um morguninn. Hópar manna á skemtigöngu héldu út úr borginni, til að njóta veðursældarinnar. Allir voru hýrir og ánægjulegir á svip. Vorsólin virtist hafa rekið sorgir og áhyggjur á braut og vakið gleði í hugum og hjörtum. Menn virtust hafa það eitt fyrir augum, að gera sjer sem glaðastan dag að hægt væri. — Meðal þeirra, er voru á skemtigöngu, voru samt tveir menn, sem fremur virtust þangað komnir, til þess óáreittir að geta talast við, en til þess að njóta vorblíðunnar. Annar þeirra var skrautbúinn maður, lítill vexti, Ijóshærður og fremur fríður sínum, þótt blærinn á ljósbláu augunum væri lymskulegur. Hið mikla vangaskegg og hin alrakaða haka settu á hann sjómannssvip, þó grennleikur hans og hinn tígulegi limaburður mæltu móti slíkri ályktan. Förunautur hans var maður hávaxinn; bar hann sig fyiirmannlega, en var tötrum búinn sem betlari. Á litla fagurhærða höfðinu hafði hann hattgarm. Andlitið, sem gægðist fram undan þessum ræfilslega höfuðbúnaði, var fölt og magurt, en drættir þess ákveðnir. F*að bar svip þungra rauna og sárrar neyðar. Annar fatnaður mannsins samsvaraði hattin- um nákvæmlega. Er hinn fátæklegi og tötra- legi klæðnaður hans var borinn saman við skrautbúning förunautsins, furðaði mann á, að hinn síðarnefndi skyldi vera í fylgd með hin- um. Hinn prúðbúni virtist samt eigi í svipinn gefa gaum að hinu óálitlega útliti samferða- mannsins, en margar aðrar hugsanir sóttu á hann og fyltu gersamlega huga hans. »Pað er þá úti um þig,« mælti hann, tók gullúr upp úr vasa sínum og leit á það.« íKlukkan er nú 91/*.* bætti hann við; »eg hefi þá ráð á nokkrum klukkustundum. Við skulum ganga inn í frakkneska gistihúsið; þar getum við fengið einkaherbergi, og eg býð þjer til morgunverðar. Samræða okkar mun vissulega koma þjer að haldi. Jæja, Ahrnell, gengurðu að tilboði mínu. »Vissulega, og það því fremur, þar sem eg dögum saman hefi eigi vitað, hvað það er að vera saddur,« svaraði hinn tötrum klæddi, »Pú ert banhungraður, þeim mun betra. því að þegar maginn er tómur þá er skapið 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.