Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 0 við verk sitt, er Strömberg gekk inn í garð- inn, haíði farið burt úr vinnustofunni og sat í smáherbergi innar af henni, Ijet olnbogana hvíla á borðinu og studdi hönd við kinn og mændi á nokkra bankaseðla, sem lágu fyrir framan hann. Við hlið hans stóð kona með kryppu úr baki, nokkru eldri tn hann, óálitleg og veikluleg á svip. »Seg mjer, Níels, fjekk hann þjer þetta fje án þess að taka við kvittun?« spurði hún og leit ágirndarauga til seðlanna. »Hvað þurfti þess, Stína góð, þar sem hann að eins afnenti mjer þá til þess að útvega fá- tæku konunni uppi á loftinu það, sem hún þarfnast,« svaraði Gústavson og safnaði pen- ingunum vandlega saman. »Hún þarfnast víst eigi mikils, því að brátt er úti um hana, Hundrað og fimtíu ríkisdalir, það er mikið fje, Níels. Pú verður að gera við mikinn skófatnað til að draga svo mikið saman. Væru það þínir peningar, mundirðu mikið betur settur. Þú gætir þá farið að reka ión þína í stærri stíl, vinna þjer meira inn og verða sannur skósmiður með marga sveina á vinnustofunni. Fje þetta mundi bera mikið meiri arð f höndum þjer, heidur en að fá það til afnota konunni fárveiku, sem hæfir að deyja á hálmbeði, þar sem hún lengst hefir lifað.« »Heyrðu, Stína systir,* sagði Gústavson og stakk peningunum í brjóstvasann, »hvað á alt þetta mas að þýða?« iRað, að mjer virðist þú eigir að halda peningunum,« svaraði Stína og leit fast á bróð- ur sinn. Síðan bætti hún við í lágum róm: »Enginn hefir sjeð þig taka við þeim. Fáirðu henni tíu ríkisdali og útvegar þeim mat í dag, geturðu sjálfur átt afganginn, keypt þjer leður- birgðir og tekið svo til óspiltra málanna við skósmíði. Síðan sel jeg skófatnaðinn og þú verður kunnur skósmiður, dugandi og ódýr. Beiðnir berast þjer hvaðanæfa og þú munt Hga við betri kjör að búa. Sökum fjárskorts rtu nú að eins skóbætari og munt með þeim hætti í hæsta lagi sjá þjer farborða, hversu kapp- samlega sem þú vinnur.« »Stína, Stína! Hvað ræður þú mjer? Að verða þjófur! Nei, það verður eigi um eilífð alla. Jeg hefi ætíð verið ráðvandur og það ætla jeg einnig að vera framvegis, hve erfitt sem jeg á uppdráttar.« »Jæja, vertu þá framvegis ráðvandur og þú munt komast að raun um, hve mikið þú ber úr býtum. Jeg ræð þjer annars eigi að stela þessu fje, en að eins að fá það að láni. Pú getur smám saman Iátið henni í tje ögn af á- góða þínum, og þannig kemst hún lengi af; annars inundi hún fljótlega eyða höfuðstólnum og vera síðan jafn fátæk sem fyr. Trú þú mjer, þannig mundirðu vinna henni enn meira gagn, en ef þú þegar í stað seldir henni í hendur alla peningana.« Gústavson fól á ný andlitið í höndum sjer, en systir hans leit á hann sannfærandi augna- ráði. Hún hjelt áfram að sýna honum fram á, hve hagkvæmt það mundi frú Ahrnell, ef hann -færi að ráðum hennar. Gústavson ijet systur sína Ijúka máli sínu og svaraði engu, en er hún þagnaði og taldi sjer sigurinn vísan, stóð Gústavson á fætur og mælti: »Djöfullinn hefir tekið sjer bústað á tungu þinni, Stína, og það hefirðu kent mjer, að eigi ber að freista fátæks verkamanns eins og mín, því að eigi er að vita, hvort hann stenst raun- ina. Hamingjan má vita, hvort jeg gæti það, ef þjer leyfðist lengi að ginna mig í gönur. En reyndu eigi framar að telja mjer hughvarf; þá gæti svo farið, að jeg kæmi þjer til að þagna — 'máske að eilífu.« Gústavson gekk fram í herbergið, þar sem iðnneminn sat og gerði við kvenmannsskó og kvað við raust. Hann leit rannsakandi augum á Gústavson, en liætti eigi söngnum. »Jeg má til að fara, Karl,« tnælti hinn síð- arnefndi. »Ljúktu við skó ungfrú Grankvists; hún verður að fá þá i dag, því að hún ætlar til dýragarðsins.« »Rað skal jeg gera. En jeg ætla einnig í dýragarðiun og auk þess . . .« »Haltu þjer saman og hlýð,« mælti Gústav- 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.