Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 40
36 NYJAR KVOLDVOKUR. an sig, og henni fanst lítillækkun í því, að vera knúð til að þiggja velgerðir, er hún gat hjá því komist. »Jeg get ekki tekið þessu tilboði,« sagði Gerða eftir nokkra umhugsun. »Kæri prestur! Pjer megið ekki reiðast mjer; jeg finn, að mjer er það óbærilegt.* »Hvað segir frú Ahrnell?* spurði prestur. »Jeg held, að Gerða hafi rjett að mæla. Jeg hefi aldrei lært annað en að sauma og biðja. Hvers vegna mundi Gerða þá ekki geta kom- ist áfram án þess að afla sjer meiri þekkingar. Hún hefir lært tífalt meira en jeg. Hún er dóttir fátæks skrifara og saumakonu. Hvaða gagn mundi þá að því, að. veita henni upp- eldi, sem eigi hæfði stjett hennar. Fyrst hún er barn verkamanns er þetta hlutskifti hennar og henni má eigi finnast það þungbært. Práin eftir einhverju betra mundi verða Gerðu böl. Verði kjör hennar með öðrum hætti, þá á hún að vera eins litillát í meðlætinu og hún hefir verið f mótlætinu, og eins lítið upp á aðra komin.« Síra Z. var eigi ánægður. Hann sá lengra fram en hin trúaða móðir, og grunaði, að nægjusemi Gerðu myndi ekki ætíð verða söm og jöfn. Hann fór samt án þess að reyna að fá þær mæðgur til að breyta móti sannfær- ingu sinni. Nokkrir dagar liðu eftir heimsókn prestsins. Gerða vann af kappi sem áður, en hún var fremur hugsi en fyr. Þá er leið að kvöldi og frú Ahrnell lagðist til hvíldar, sat hún eftir og starði út í bláinn. Hún hugsaði um það, sem hún hafði aldrei hugsað um áður — um framtíðina. Pekkingarlöngunin, sem vöknuð var í brjósti hennar, hafði eigi auðveldlega orðið svæfð. Áköf þrá fylti huga hennar; áður hafði ókunn óánægja níst hjarta hennar og valdið því, að hún teygði í einverustundunum fram hendurn- ar eftir því, sem henni hafði verið boðið og hún hafði hafnað. Hversu ákaft barðist eigi hjartað í brjósti hennar, er hún mintist þess, að henni hafði verið veitt tækifæri til þess að göfga anda sinn, að henni mundi með mentun og menningu takast að koma skipulagi á þessa tryldu drauma, sem byltu sjer í brjósti hennar. Hún hafði átt kost á, að bergja af lind þekkingarinnar, en hún hafði sjálf hrundið hendinni, sem ætl- aði að hjálpa henni, frá sjer. Kvöld nokkurt skömtnu eftir komu prestsins sat Gerða við gluggann og starði út í bláinn. Loks tók hún að gráta. Fyrsta sinni fanst henni lífið þungbært og framtíðin myrk. Henni lá við að álasa prestinum af því að hann hafði rofið sálarró hennar og svift hana þeirri kyrlátu ánægju, sem hún áður átti. Gerða grjet lengi í kyrþey. Þá er hún hafði grátið sig þreytta, gekk hún til hvílu. Hún hjelt, að enginn hefði vitað ym þetta kvalakast og að móðir hennar svæfi rótt, en henni skjátlaðist. Marianne hafði ekki sofnað neitt af þessum kvöldum fyr en Gerða var lögst til hvílu. Hún hafði verið þögult vitni að stríði því, sem unga stúlkan átti í við hið æsta skap sitt. Hún hafði hlustað þetta kvöld með bljúgu hjarta á niðurbældan grát dóttur sinnar og sundurlaus orð hennar. Pótt Marianne væri eigi gædd óvenjulegum gáfum, átti hún samt það hjartalag, sem ein- kennir hverja tilfinningarnæma og góða konu. Þær stundir höfðu ef til vill komið fyrir í æsku hennar, þá er óáuægjunnar illi vættur hafði náð tökum á huga hennar, og máske rifjaðist þetta nú upp í huga hennar. Pá er Gerða var sofnuð, lá Marianne vakandi og í- hugaði, hvernig íært væri að gera framtíð Gerðu' bjartari og fullnægja þrá heunar. En þá er Marianne sá eigi nein ráð til þessa, sneri hún huga sínum til Guðs í heitri, hjartnæmri bæn um styrk og leiðbeiningu. Morguninn rann upp fagur og heiður. Enni Gerðu var einnig bjart; þar sást ekkert ský, sem minti á tár hinnar Iiðnu nætur. Mæðgurnar settust .að vinnu. Snemma árdegisS var barið að dyrum hjá þeim. Gerða lauk upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.