Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 34
30 NVJAR KVOLDVOKUR. Richard steig upp í vagninn og hjelt heim- leiðis og hugsaði: »Hvað festir svo mjög hug minn við þetta barn? Hvers vegna vildi jeg, að hún mintist mín? Jeg mun sjálfsagt hafa gleymt henni áð- ur en jeg fer af landi burt, og þó finst mjer Iífshamingja mín muni vera bundin við hana. Við sjáumst líklega aldrei framar, og þó svo væri, hver áhrif mundi saumakonudóttir hafa á framtíð mína? Óskir mínar munu leita hærra.« Er Richard kom heim, sat faðir hans inni hjá Edith. Hún hafði reynt að búa háskóla- kennarann undir, að heyra óskir Richards um burtförina og tilboð það, sem honum hafði boðist. Eins og allir ágjarnir menn, var háskólakenn- arinn með því marki brendur, að vilja aldrei gera það, sem aðrir æsktu eftir, enda þótt það væri í samræmi við vilja hans. Svo fór einnig nú. Þótt hann æskti einkis fremur en að losna við að annast um börn sín, þá mótmælti hann samt uppástungu Ed- ithar. Hann vildi sjálfur ráða hlutskifti þeirra, sem honum voru háðir, og sjerstakléga þá, er ræða var um son hans. Hann svaraði því undir eins, að hann vildi ekki heyra neitt frek- ar um það, sagði að þetta væri vitfirring, að það gagnaði eigi, að Richard leitaði síns sam- þykkis til slíkrar flónsku. ( Edith sá, að þetta dugði eigi, og reyndi því að sýna háskólakennaranum fram á, hve mikill hagur honum mundi verða að því, að Iáta Ric- hard fara utan og ryðja sjer braut sjálfan, og hve gagnlegt það einnig mundi hinum unga manni. Henni hafði loksins tekist að gera há- skclakennarann hlyntan tillögunni, þá er Ric- hard kom aftur. Hanr. þekti vel þrályndi föð- ur síns og ljet því sem sjer stæði á sama um tilboðið. Hann sagðist Iáta föður sinn einráð- an í þessu efni, og það því fremur, sem þessi hluti árs væri mjög óhagkvæmur til sjóferða. Schneider, sem rjett áður hafði lýst yfir því, að ferðin væri fásinna, tók nú að rökræða kosti hennar, og svo lauk, að um kvöldið var á- kveðið, að Richard skyldi yfirgefa heimili og fósturjörð. Fjórum dögum síðar, regnlegan og þoku- drungaðan nóvemberdag, lagði eimskipið af stað, sem flytja átti Richard til Finnlands. Öll eign hans voru 75 ríkisdalir. Pað var alt og sumt, sem háskólakennarinn hafði látið honum í tje til þess að sjá fyrir sjer sjálfum í ókunnu landi. Upphæð þessi mundi hafa verið alger- lega ófullnægjandi, ef Richard hefði eigi fengið nokkurt fje hjá Edith, sem hann átti að greiða eins fljótt og tök væru á. Stormur var og regn, þá er skipið ljet í haf, svo að út leit fyrir, ef dæma skyldi eftir veðr- inu, að framtíð sú, sem Richard átti í vænd- um, myndi verða myrk og örlagaþrungin. Annar hluti. I. Átta ár eru liðin, síðan Richard fór úr ætt- landi sínu. Átta ár eru liðin, síðan Karl Gústavson varð námssveinn hjá Schneider háskólakennara. Á þessum átta árum hefir margt breytst. Richard, sem í byrjun þeirra var unglingur, er orðinn fullþroska maður. Gerða, sem var barn, er orðin ungmær. Karl, sem var smá- drengur, er orðinn unglingur. Schneider háskólakennari er óvenjulega frísk- ur og fjörugur öldungur. Edith er orðin mið- aldra og Sylvía er sem óútsprungin rós; mht á milli þess að vera barn og ungmær. Hvað hafa þessi átta ár annars afrekað? Frá Richard hafði að eins komið eitt brjef, og það skýrði frá, að hann hefði nærri farist á leiðinni frá Finnlandi til Riga. Hann kom þangað alveg fjelaus, og var sem stóð hjá forn- vini föður síns, sem hafði sjeð aumur á ungl- ingnum veika — skipbrotsmanninum — svo að hann gæti á ný sjeð sjer fyrir fatnaði og öðrum nauðsynjum. Undir eins og heilsa hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.