Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 58

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 58
54 NYJAR KVÖLDVÖKUR. inn. Henni Ieið illa. Strömberg og aðkomu- mennirnir voru farnir til Lundúna. Máninn varpaði fölvum geisium sínum á grænlitaða jörðina, þá er Gerða var á gangi um skemtigarðinn, hjúpuð sjali. Hentii ieið svo óumræðilega illa og langaði svo mjög að koma út í kveldsvalann. Er hún hafði stund- arkorn gengið um, settist hún nálægt ruiini, sem stóð á árbakkanum. Vjer sleppum því að ræða utn hinar döpru hugsanir, sem Gerða var sokkin niður í, en beinum athygli vorri að tveim mönnum, sem komu gangandi hinumegin frá og urðu að fara fram hjá Gerðu. Þeir komu frá Lundúnum; höfðu stigið út úr vagninum við garðshliðið og hjeldu upp að húsinu. »Mjer finst þú hafa forðast mig,« mælti ann- ar þeirra, »þótt þú hefðir átt að sjá, að mig langaði til að tala við þig. Mjer þykir þess vegna vænt um, að jeg hefi hitt þig hjer við skemtigarðshliðið. Og nú skaltu ekki sleppa, Strömberg minn góður, en neyðast til að svara spurningum mínum.c »Fúslega,« svaraði hinn, *þótt jeg hefði álitið hyggilegra, að fresta þessu samtali þangað til á morgun. Pú ert að koma úr stærðar mið- degisveislu og ert eigi í vanalegu skapi; og jeg hefi einnig tekið mjer meira neðan í því en jeg er vanur.« »Pú?« kallaði hinn og skellihló. »Sá, sem hyllir Bakkus, getur eigi verið eins mikill þrjót- ur og þú. Engar vífilengjur, en svaraðu spurn- ingum minum. Hví hefir þú dirfst að koma með stúlkuna hingað í návist mína? Hvaða glæparáð hefir þú verið að brugga með því, að taka dóttur mína á heimili þitt sem hjú, og hver var tilgangurínn með að kynna mjer hana?« »Jeg hefi tekið Gerðu Ahrnell til að gæta dóttur minnar, svo að hún komist belur af en við saun;ana,« mælti Strömberg, »og því telst hún til hjúa minna.« »Djöfull! Haltu eigi áfram í þessum róm,« tók Bernhard fram í, »því að þá gæti jeg freistast til að . . .« »Hlýð þolinmóðlega á það, sem jeg hefi við að bæta,« tók Strömberg fram í. »Rig langar til að vita, hvers vegna jeg kynti þjer hana. Að eins af því að jeg hjelt, að það myndi minna þig á það, sem þú hefir gleymt, sem sje að annast um hana og móður hennar.* Nú varð þögn. Þeir nálguðust Gerðu. Strömberg, sem sá eins og köttur í myrkri, tók eftir Gerðu og þekti hana. Dauft bros Ijek um varir hans; illgirnin skein út úr grænu glyrnunum. F*á er þeir voru komnir að runn- anum, nam Strömberg staðar, svo að Gerða gæti heyrt samtalið án þess samt að förunaut- ur hans tæki eftir návist hennar. »)æja, Bernhard,« byrjaði Strömberg aftur. »F*ú þegir. Berðu enga ást í brjósti til hinnar fríðu dóttur þinnar og móður hennar?« »Nei, engan ástarneista,« svaraði Bernhard. sF’að var þeim að kenna, að jeg var sokkinn niður í fátækt og srnán, þeim að kenna, hvað jeg er orðinn.« »Auðugur maður,« svaraði Strömberg, »sem getur látið mikið gott af sjer leiða með fjár- munum sínum og . . .« »Og sem hefir aflað sjer auðæfa með ráni, þjófnaði og . . . þey! Hvað er þetta ?« hróp- aði hann í miðju kafi. »Mjer fanst eitthvað hreyfast bak við runnann. Ætli einhver sje hjer á hleri?« »Hvaða þvaður. Við töhim sænsku,« svar- aði Strömberg. »F*að var fugl, sem við fæld- um, og hávaðinn, sem hann gerði, hræddi þig. F>ú ert eigi sjerlega hugrakkur.* »Sá, sem hefir óhreina samvisku, er það aldrei. En tölum eigi frekar þar um. Jeg held, að það, að sjá stúlkuna, hafi vakið upp gamla óttann, sem ofsólti mig fyrsta árið eftir að jeg fór frá Svíþjóð; jeg var þá alt af hræddur um, að alt kæmist upp, að jeg yrði kærður og dæmdur. Jeg gleymdi ætíð á slík- um stundum, að . . .« »Annar hafði verið tekinn fastur og sakaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.