Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 73

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 73
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 69 ketmaranum að þakka það, sern hann var orð- inn og vonaði að verða. Karl var reglusamur og sparsamur, og þar eð hatín var einnig mjög duglegur og var vel borgað, gat hann safnað sjer fjár til utanfarar til frekara náms. Hann bjó í allstóru herbergi í húsi háskóla- kennarans. Rar ægði saman alískonar líkrieskj- um, myndum, málverkum og áhöldum; einnig var lítið bókasafn. Nokkrir stólar, rúm í einu horninu, þrjú borð, lítið skrifborð og spegill voru öll húsgögnin, Voru þau í dimmasta skotinu, svo að þau tækju sem minst rúm. Bak við hátt skýliborð, sem var sett í eitt herbergishornið, var eitthvað, sem Karl vann að í kyrþey og fjekk enginn að sjá það. Meðan vinnumaðurinn, sem tók til í herbergi hans, var að því, var Karl inni og vinnumað- urinn fjekk ekki að koma nærri hinu Jeyndar- dómsfulla skýliborði. Enginn heimsótti Karl; hann kyntist fjelöguni sinum að eins á vinnu- stofunni. Háskólakennarinn kom aldrei í her- bergi starfsmannanna, og sá eini, sem endur og sinnum kom til Karls, var Níels bróðir hans. Laugardagsmorgun nokkurn fór Karl mjög snemma á fætur, eigi til vinnu, eins og hann var vanur, heldur til að finna Níels bróður sinn og ieita ráða hjá honum. Karl hafði verið að brjóta heilann um það alla nóttina, hvernig hann gæti útvegað Oerðu nemendur í ensku. Hann var nýbúinn að klæða sig og var á förum, er honum varð litið á skýliborðið í horninu. Hann gekk afr því og mælti fyrir munni sjer: »Jeg verð að sjá hana áður en jeg fer, því að jeg hefi engan tíma til að vinna að henni allan daginn.* Hann ýtti skýliborðinu til hliðar og tók burt rautt klæði, sem breitt vat yfir leynigripinn. A einföldum trjestalli stóð mynd úr leir, sem átti að tákna biðjandi barn. Rað var stúlka, sem eigi var enn komin af þarnsaldri, Hún kraup á knje, spenti greipar og horfði til himins, og alt látbragð hennar og svipur lýsti svo glögglega fjálgleik, auð- mýkt og trú, að svo var sem orðin heyrðust af hálfopnum vörum hennar. Andlitsfallið var prýðis fagurl og svipur þess svo Ijóslifandi, að manni lá við að halda, að hjarta bærðist í þessu brjósti. Sakleysi og trú skein út úr þessu andliti og beindu huga áhorfandans til hæða. Ungmennið, sem gert hafði þetta tagra lista- verk, leit á það með svipuðn augnaráði eins og ástheitur elskhugi á unnustu sfna. Brjóst hans bærðist af nærri sársaukaþrungnu andvarpi og hann mælti fyrir munni sjer: »Gæti jeg mótað hana í marmara, mundi hún gera nafn mitt ódauðlegt.* Karl fleygði rauða klæðinu aftur yfir mynd- mótið, Þá var barið að dyrum. »Er Janne kominn hjer svona snemma?« hugsaði hann, ýtti skýliborðinu á sinn stað og fór að opna dyrnar. Hann hrökk ósjálfrátt aft- ur á bak. Schneider háskólakennari stóð frammi fyrir honum. Háskólakennarinn leit hvössum augum kring- um sig um leið og hann kom inn í herbergið. »Jeg var viss um að hitta þig heima,« mælti hann, »og af því að jeg er á förum út, ætlað jeg að segja þjer, að mjer ríður mikið á, að Apollo-Iíkneskjan verði mótuð snemma á morg- un og þrjú mót tekin af henni. Jeg verð líka að fá þessar frumdráttarmyndir dregnar. F*ú veitst að mikið er undir því komið fyrir mig, að safnið verði heilsteypt fyrir vorið.* Schneider hafði gengið að stærsta borðinu, en þar lágu margar frummyndir og teikningar. Hann lagði frá sjer skjölin, sem hann hjelt á, og honum varð litið á brjef, sem lá á borð- inu. Utanáskriftin var til hr. Bernhards í Lundúnum. »Hvað er þetta?« spurði háskólakennarinn og sneri sjer að Karli, sem stóð í fáti fram við dyr. * * sBrjef, sem jeg hefi lofafl að koma á póst- húsið,« svaraði Karl, sem búinn var að ná sjer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.