Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 24
20 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. kominn undir dugnaði þínum í iðn þinni. Hvernig hefðirðu farið að? Pii mundir hafa beitt gáfum þínum og þekkingu til þess að endurbæta og fullkomna litgerðina, svo að þú yrðir einn hinna fremstu í þeirri grein. Með nákvæmum efnarannsóknum mundirðu hafa bætt og aukið iðn þína og orðið frægur mað- ur, þótt litari væri. Hættu að kvarta um það, sem eigi getur öðruvísi verið. Ger eigi líf þitt tóma óánægju; eyð eigi tíma þínum í að virða að vettugi það starf, sem þú ert knúður til að inna af hendi, en þráir annað, sem þjer getur eigi hlotnast. Beit öllum gáfum þínum á þeirri lífsbraut, sem þjer nú er ákveðin.® »Hefði jeg verið rjettur og sljettur handiðna- mannssonur, þá hefðir þú haft rjett að mæla, en neyðin knýr mig eigi,« skaut Richard inn í. »Að vísu eigi neyðin, en þörfin,« mælti Ed- ith. »F*ess vegna bið jeg þig að sætta þig við að verða verkamaður. Faðir þinn er í rauninni eigi annað, í heimi listarinnar, og það eru allir, alt frá hinum æðsta embættismanni til hins snauðasta leiguliða. Mikilleikur mannsins er einmitt í því falinn, að göfga sjálfan sig með starfi sínu og starfið með sjálfum sjer, Engin starfsemi er óvirðuleg eða Iítilfjörleg, ef vjer með dugn- aði megnum að göfga hana og sýna atorku vora. Pú segir, að fyrst þú sjert ekki verka- mannssonur, þá eigirðu heimtingu á öðru betra en að verða litari; en fyrst þetta getur eigi orðið, þá leita hins betra og bjarta í því, sem verður framtíðarstarf þitt. Minstu allra ókost- anna, alls ófrelsisins og auðmýktarinnar, sem embættisstörfin hafa í för með sjer. Langur tími líður áður en þú færð fasta stöðu, og áður en þjer hepnast að ná henni, verður þú að keppa eftir, að koma þjer í mjúkiun hjá yfirmönnum þínum; varastu alt sjálfræði í orð- um og gerðum, og eigi að neinu leyti verða þræll hagsmunavona þinna. Embættismaðurinn er sjaldan frjáls.« »En Iæknirinn er það,« mælti Richard. »Satt er það að vísu, en hvílíkum örðug- leikum þarf hann eigi að vinna bug á áður en hann verður svo frægur, að honutn takist að afla sjer fjár. Hve mikla mæðu og margar skyldur tekst - læknirinn eigi á hendur? Hve ábyrgðarþung og mikilvæg er eigi köllun hans og hversu oft finnur hann eigi til þeirrar byrð- ar? Er við íhugum rjettilega, Richard, þá hefir faðir þinn rjett að mæla, er hann fullyrðir, að éinungis þrjár stjettir þjóðfjelagsins sjeu fylli- lega frjálsar, og það eru handiðnamenn, lista- menn og kaupmenn. Eignalaus maður, eins og þú, kemst skjótar áfram í heiminum með handiðn. Sjertu góðum gáfum gæddur, þá beittu þeim til þess að skara fram úr í iðn þinni og minstu þess, að við erum öll verka- menn.« Richard bar hönd Edithar að vörum sjer og rríælti: »Pakka þjer fyrir að þú hefir reynt að sætta mig við örlög mín. Jeg ætla í bráðina að verða litari, og eigi jeg framveigis að teljast til verkamannastjettarinnar, þá ætla jeg að minsta kosti að vera einn hinn allra fremsti í þeirri grein. Jeg ætla að minsta kosti að afla mjer frægðar með starfi mínu. Fram! er kjör- orð mitt.« Vinnukona kom inn og mælti: »Kominn er drengur með nokkrar dúfur, sem háskólakennarinn hefir beðið um.« »Láttu hann bíða í eldhúsinu,« mælti Edith. En Sylvía litla vildi fá að sjá dúfurnar og skipaði Edith því svo fyrir, að drengurinn kæmi inn í stofuna og telpan litla hljóp undir eins þangað inn, til þess að skoða fuglana, svo nefndi hún dúfurnar. Edith fylgdi henni eftir. Pegar þær komu inn í salinn kom há- skólakennarinn einnig inn. Richard varð einn eftir i hinu herberginu. »Góðan daginn, kæra Edith,« mælti háskóla- kennarinn og kysti hönd hinnar fögru mág- konu sinnar. »Jeg vona að þjer líði vel, og ef dæma skal eftir hinu blómlega útliti þínu vænti jeg játandi svars.« Edith svaraði að sjer liði vel og spurði hvernig rnági sínum liði, Hún hafði eigi sjeð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.