Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 72

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 72
68 NYJAR KVÖLDVÖKUR, verið án hjálpar hans. Og nií er jeg, hr. verksmiðjueigandi, við öllu búin. Gerða AhrnelU. Samdstgurs og Gerða sendi Strömberg þetta brjef, ritaði hún hr. Bernhard í Lundúnum á þessa leið: »Dóttir Ahrnells var svo ógæfusöm að komast eftir, hver hr. Bernhard er í raun og veru, þá er hún hitti hann. Hún mundi hafa leynt þessu, ef tilviljunin og vinur yð- ar Strömberg hefði eigi komið því svo fyrir, að brjef frá hr, Bernhard komst í hendur konu Ahrnells. Hún vill eigi koma upp um hann, en bæði hún og dóttir hennar tilkynna yður hjer með, að þær þiggja aldrei neinn styrk frá hr. Bernhard. Jeg ætla einnig að gefa yður eitt ráð: Hverfið aldrei aftur til Svíþjóðar og gætið yðar fyrir þeim manni, sem þekkir glæpi yðar. Treystið eigi á neina velvild frá dótt- ur Ahrnells. Hún leggur sig eigi í sölurn- ar fyrir föður, sem er óverður virðingar hennar og ástar. Reynið að bæta fyrir ill- gerðir yðar með góðsemi við náungann. Sú, sem ber heitið Gerða Ahrnell, getur að eins beðið fyrir yður«. — Meðan Gerða var að rita þessi brjef, hafði frú Ahrnell sofnað. Gerða var búin að brjóta brjefin saman og skrifa utan á þau, er dyrnar voru opuaðar og Karl kom inn. Meðan frú Ahrnell var veik, hafði hann sýnt þeim mæðg- um hina mestu samúð og umhyggju. Karl settist við hliðina á Gerðu og þau töl- uðu saman í lágum hljóðum til þess að vekja eigi frú Ahrnell. Karl lofaði að fara með brjefið á pósthúsið daginn eftir, og því næst urðu þau sammála um, að Gerða skyldi byrja dráttlistar- námið næsta sunnudag. Hinn ungi listamaður sá, að Gerða mundi þurfa ár til þess að ná leikni í dráttlistinni, og því rjeð hann henni til að veita tilsögn í enskri tungu á meðan. Hún hafði lært ensku meðan hún dvaldi í Englandi og kenslan myndi verða arðvænlegri en saumarnir, Nú stóð að eins á því að afla henni nem- enda. Karl ætlaði að íhuga málið nánar og koma aftur næsta sunnudag. Gerðu var hughægra eftir komu Karls en áður. Henni virtist framtíðin eigi eins skugga- leg, og vonin — huggun fátæklinganna — brosti aftur við henni. Hana liafði samt dreymt illa nóttiua áður. Hana dreymdi, að hún væri fjarska fátæk, eins og þá er pabbi hennar fór að heiman. Til þess að forða móður sinni frá hungurdauða, varð hún að ganga um og biðja ölmusu. Allir, sem hún kom til, fóru frá henni með þessi skelfingarorð á vörum: »Meðan faðir þinn er frjáls og saklaus mað- ur sætir refsingu í stað hans, verður þú fátæk; við viljum eigi hjálpa þjér, því að fátækt þín er refsing himinsins.« Karl var stöðugt hjá Schneider háskólakenn- ara. Hann dró myndir, steypti í gips, mót- aði skrautgripi og þess háttar og var álitinn duglegasti starfsmaður háskólakennarans. Hann hafði góð laun og fjekk myndir þær, sem hann skjr í trje, vel borgaðar, því að þær voru prýðisfagrar. Schneider háskólakennari hafði mikið gagn af Karli og vildi ógjarnan missa hann. En hann hjelt fast við þann ásetning sinn, að gera hann eigi að sönnum listamanni. Karl, sem árangurslaust hafði gefið háskólakennaran- um það í skyn, að hann ljeti sjer eigi nægja að vera skrautskeri, var farinn að stunda mynd- höggvara- og málaralist af eigin ramleik. Hann hafði notað sparifje sitt til þess að afla sjer bóka og áhalda til þessa náms, og háskóla- kennarann hefði víst furðað mjög, ef hann hefði vitað með hve míkilli þrautseigju og festu Karl stefndi að því marki að verða lista- maður. Hinn ráð'iandi og samviskusami unglingur mintist þess þó jafnan, að hann átti haskóla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.