Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Blaðsíða 36
32 NYJAR KVÖLDVÖKUR. og betri viðskiftamenn en áður og hafði fengið sjer unglingspilt til aðstoðar. Níels vann og dreymdi fagra framtíðardrauma. Hann kepti að því marki, að geta dregið svo mikið fje saman að hann gæti kvongast Lo- vísu, en þótt hann hefði safnað álitlegri upp- hæð og hefði ástæðu til að ætla, að Lovísa hefði ást á sjer, hepnaðist honum samt ekki að fá liana til þess að lofast sjer fyllilega. F*eg- ar hann hóf máls á kvonbænunum, var Lovísa vön að svara: »Góði Niels minn, ekkert liggur á. Það er best að við bíðum dálítið enn þá. Rjer er ó- hætt að treysta á, að jeg ann aldrei öðrum en þjer, • og jeg skal vera þjer trú þar til þú ert orðinn meistari*« Pannig leið ár eftir ár án þess að Níels næði takmarki óska sinna. Hann vann, beið og vonaði. Stína bryddi skó og var hæglát, en hún brosti illgirnislega, þá er Níels og Lovj'sa urðu eigi á eitt sátt um það, hvenær þau ættu að gifta sig: Þegar bróðir hennar andvarpaði, tautaði hún: »Þú skalt svei mjer fá að bíða, bróðir sæll. Sá dagur rís ekki svo fljótlega, er þú eignist Lovísu; það hefi jeg ákveðið.« Vorið var komið. Siglingar nýbyrjaðar og við höfnina var alt á ferð og flugi. Höfuð- borgin var öll fjörlegri á svip en um veturinn. Rað var sem nýjar franrtíðarvonir og fyrirheit stigu upp af hinum bláa lög umhverfis Birgis- borg. Með úndramætti sínum hresti vorið og huggaði einnig þá, sem lang-þjakaðastir voru. Við litla gluggann á heimili sínu í Hökens- stræti sat Gerða að vinnu. Endur og sinnum rendi hún augum yfir hina fögru útsýn, sem blasti við henni. Átta ár hafði frú Ahrnell búið hjer og alt var óbreytt frá fyrstu komu hennar. Hjer hafði Gerða vaxið upp og þrosk- ast við erfiða og sífelda vinnu, uns hún nú var orðin fögur yngismær; hjer hafði kæti henn- ar og fjör verið sú sól, sem varpaði birtu yfir heimilið og Ijetti strit og erfiði hinnar veik- bygðu Marianne, sem stöðugt dreymdi um þann sæludag, að maður hennar kæmi heim aftur með auðæfi þau, sem hann hefði aflað sjer og vekti þar með athygli manna á Gerou; en nú var lítt eftir henni tekið. Hún virtist sjálf eigi vita, að hún væri fríð sýnum, enda var enginn til þess að fræða hana um það. Hún fór eigi að heiman nema þegar hún skilaði einhverjum saumum eða heimsótti síra Z. til þess að njóta tilsagnar hans. Að vísu bar það til á þeim ferðuin, að sumum varð starsýnt á ásýnd þessarar fríðu meyjar, en hún gaf þvi engar gætur. Gerða var eigi saman við neina jafnaldra sína; eina fjölskyldan, sem hún stundum var boðin til, var síra Z., og þar voru engin börn. Edith hafði nokkrum sinnum boðið henni, en að eins þá, er hún og Sylvía voru einar. Gerða lifði því tilbreytingarlausu lífi og var sístarfandi, svo að henni virtist eins og þessi átta ár hefðu verið sem einn langur dagur. Sumir halda kanske, að hún hafi verið orðin raunamædd vegna þessa sífelda strits, en því fór fjarri. Einu áhrifin, sem þetta skemtana- snauða líf hafði á hana, voru þau, að hún þroskaðist snemma til umhugsunar og ímynd- unarafl hennar þróaðist í næði. Einkum var því þannig farið seinni árin. Hún var að eðlisfari gædd svo mikilli glað- værð og lífsfjöri, að hvorki þröng, einvera nje skortur á skemtunum Iömuðu hana. Hún var barn náttúrunnar, sem einungis þekti fátækt, þrautir, blessun vinnunnar og þá lífshatningju, sem góðir menn skapa umhverfis sig. Lestir og glæpir voru henni ókunnir. Starfið var henni frjálsræði, skortur þess ógæfa. En snúum aftur til Gerðu, sem sat að saum- um við opinn gluggann. Klukkan á Katrínarkirkju sló sex. Gerða hóf upp höfuð sitt og mælti í glöðum róm: »Nú er jeg búin alveg stundvíslega.« Hún stóð á fætur, liristi dökku lokkana og bætti við: i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.