Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 52

Fréttatíminn - 29.11.2013, Page 52
52 fjölskyldan Helgin 29. nóvember-1. desember 2013 Jólaundirbúningur Tilbreytingin löngu orðin daglegt brauð J ólablað Fréttatímans; framundan er aðventan og jólahátíðin, mesta hátíð flestra fjölskyldna á Íslandi. Á hverju ári endurtaka fjölskyldur hefðir og venjur sem munu fylgja börnum yfir til næstu kynslóðar rétt eins og við endurtökum hefðir fyrri tíma. Oft erum við rög að endurskapa hefðirnar og fylgjum þeim hugsunarlaust þannig að lífsmynstur fyrri tíma er enn að stjórna okkur þótt svo að allar forsendur séu breyttar. Ef litið er til jólahefðanna í ævisögum, ljóðum og barnabókum fyrri tíma, er greinilega eitt meginstef. Það er tilbreytingin sem tengist órjúfanlega öllu saman. Eftirvænting og tilhlökkun, kertaljós og birta, litlar gjafir svo sem ný flík, viðmót fólks breyttist og helgi- blær hvíldi yfir því allt varð öðruvísi en á hvunndögunum. Þannig varð það tilbreytingin sem gaf hátíðinni gildi. Síðan skall velmegunin á eins og hver önnur stórhríð á vetri – nema hvað það virðist aldrei ætla að stytta upp. Nú er aðventan og jólahátíð barna ekki tilbreyting heldur aukning þar sem ekkert er nýtt – aðeins dálítið meira af öllu sem fylgir velmegunar- lífi þjóðarinnar. Meira af mat og meira sælgæti og fleiri gjafir og meiri ofneysla og meiri streita og meira skrúbberí og oftar farið í búðir og veifað kreditkorti og oftar kvartað undan þreytu og oftar lýst yfir áhyggjum af því að fjölskyldan eigi ekki fyrir herlegheitunum. Börn skynja þó tilbreytingu þegar fyrsti jólasveinninn tifar af stað með fyrstu skófyllina en stundum er sveinki óskynsamur og gefur of stórar skógjafir sem kann ekki góðri lukku að stýra. Verst er þó að kenningin um að jólasveinninn gefi bara prúðu börnunum reynist því miður oft marklaust hjal því hann mokar í þau gjöfum hvernig sem þau svo haga sér í stað þess að mæta með kartöfluna. Annað var hlut- verk jólasveinanna hér áður þegar þeir með fulltingi Grýlu heitinnar, komu skikki á hegðan og framferði barna. Markaðshyggjan og ofneyslan nærast sem aldrei á þreyttum bökum okkar sem tökum þátt í þessum dansi kringum gullkálfinn á aðventu – af tómum misskilningi því ekki veldur illur hugur okkar jólastreitunni. Það er dapurlegt að tilbreytingin sem áður fylgdi jólaundirbúningi og jólahátíð skuli hafa horfið smátt og smátt af því að þessi tilbreyting er löngu orðið daglegt brauð. Við sem trúðum að þetta væri hinn raunverulegi jólaundirbúningur því umstangið er arfur foreldra okkar sem sátu ekki við gnægtaborðið alla daga ársins eins og börnin okkar gera. Hvað er nýtt við að geta borðað lyst sína af góðum mat eða hakka í sig sælgæti? Hvar er nýjabrumið við gjafir fyrir börn sem fá endalaust allt sem þau þurfa – og þakka sjaldnast fyrir sig? Hvað er merkilegt við nýja flík fyrir börn sem halda að jólakötturinn sé bröndóttur heimilisköttur? Hvað er gleðin yfir kertaljósum og birtu á heimilum þar sem aldrei hefur þurft að spara ljósmetið? Með fáum orðum má einfaldlega spyrja hvað væri börnum í dag tilbreyting? Skýrlega ekki að halda áfram við að ofkeyra okkur við að margfalda upp daglega brauðið. Hver veit nema börnum okkar væri fremur tilbreyting í friði og ró, hlýju, hjartagleði og aukningu á jákvæðum samvistum við fjölskylduna? Væri ekki kærkomin tilbreyting að slökkva á sjónvarpinu eitt kvöld og allir í fjölskyldunni baka smákökur til jólanna? Hvernig væri líka að setja kakó í brúsa, klæða sig vel og sækja jólatréð saman eða bara vera saman með heitan drykk á góðum leikvelli? Hver fjölskylda þarf að átta sig á hvernig börn og full- orðnir geta saman skapað tilbreytingu í hið hvunndagslega strit í stað þess að margfalda það – hvernig börn og fullorðnir geta saman skapað raunverulegt innihald í myrkasta tíma ársins í stað þess að bíða eftir jólum í spennu og streitu. Hver veit nema börnum okkar væri fremur tilbreyting í friði og ró, hlýju, hjartagleði og aukningu á jákvæðum samvistum við fjölskylduna? Aðventa enn á ný Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna  menning ný barnabókabúð opnar Bækur og spil fyrir alla fjölskylduna á einum stað „Þetta er í raun það sem viðskiptavinir okkar kölluðu eftir, því spil og bækur eiga auðvitað svo vel saman enda styð- ur hvort tveggja ánægjulega samveru barna og fullorðinna,“ segir Svanhildur Eva Stefánsdóttir, einn eigandi Spila- vina. Ný barnabókabúð hefur opnað á neðri hæð verslunarinnar Spilavinir á Suðurlandsbraut 48. „Barnabókaversl- unin er með svipuðu ævintýraþema og einkennir spilabúðina sem er hönnuð af tvíeykinu Lindu Mjöll og Daníel Hirti í Krukku. Það er skemmtilegur leikmyndastíll á hönnuninni og það er mikið ævintýri fyrir börnin að koma hingað. Hér geta þau skriðið inn í lítinn helli, kúrt inn í kofa og farið í búðar- leik,“ segir Svanhildur. „Við erum með gott úrval af vinsælustu bókunum fyrir börn jafnt sem unglinga en veljum líka bækur eftir óskum viðskiptavina og auk þess leitum við Linda Rós ráða hjá börnum okkar sem eru frá aldr- inum 4 ára til 14 ára,“ segir Svanhildur. „Þá erum við búin að auka úrvalið í sígildum vörum eins og skákinni og barnaspilum.“ María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Mikið ævintýri er fyrir börn að koma og eiga notalega stund. Ljósmynd/Hari Blómastofa Friðfinns 19. desember 2011 Verk nr. 11263_001 + 002 Stærð: 30x20 mm + 53x35.7mm Próförk nr. 2 Þetta er próförk af verkefni í vinnslu hjá okkur, samkvæmt beiðni þinni. Vinsamlegast athugið eftirfarandi: * Að stærðin sé rétt samkvæmt þínum óskum. * Að allar myndir séu á réttum stöðum. * Að allir litir séu réttir. * Að allur texti sé rétt staðsettur og rétt stafsettur. Helgi Agnars STANS P 3425 Pro. GulurCMYK Netfang: helgi@vorumerking.is Gull P 485 www.blomabud.is Síðumúla 20 www.blomabud.is Síðumúla 20 S. 553 1099 Fagleg þjónusta í 45 ár Þú nnur okkur á Facebook und r “Fat búðin” Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050 Úrval af gæða sængurfatnaði úr silkidamaski og bómullarsatíni Góð gjöf gleymist ei Femmenessence MacaHarmony Fyrir konur á barneignaraldri Fæðubótarefni úr macarót � 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Inniheldur hvorki soja (ísó�avóna), mulin hörfræ né hormóna www.facebook.com/Femmenessence.is www.vistor.is U m boðsaðili: Vistor hf. ®MacaHarmony Hefur góð áhrif á: - Fyrirtíðaspennu - Skapsvei�ur - Sársaukafullar blæðingar - Frjósemi og grundvallar- heilbrigði Fæst í apótekum og Heilsuhúsinu

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.