Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 12
Frábærar McCain franskar á 5 mínútum Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna! Í apríl 2011 komst ég að því að ég væri ólétt, en fyrir á ég tvíburadætur. Ég var ný- orðin Íslandsmeistari í handbolta með félögum mínum í Val, annað árið í röð. Þegar ég fór í sónar fékk ég að vita að ég gengi aftur með tvíbura. Svo kom dagurinn skelfilegi. Ég vaknaði að morgni 20. júlí, þá komin 18 vikur á leið, og sá að það var farið að blæða örlítið. Í skoðun á spítalanum kom í ljós að ég væri komin með um það bil 3-4 í útvíkkun. Mér var rúllað í hjólastól inn á stofu og sett í rúmið. Ég hringdi í manninn minn og sagði honum að koma börnunum strax fyrir og að ástandið væri slæmt. Okkur var í kjölfarið tjáð að við myndum að öllum líkindum missa drengina tvo. Ég vildi ekki trúa þessu og hafði fulla trú á að ég gæti bara límt saman lappirnar í þessar 10 vikur sem til þyrfti og að allt gengi upp að lokum. Svo liðu dagarnir, ég gerði allt sem ég gat til að halda út þennan tíma. Þegar ég var búin að liggja fyr- ir í viku kom stóri skellurinn. Ég var komin með sýkingu og var tilkynnt að það yrði að framkalla fæðingu. Þetta voru hræðilegar fréttir og næstu klukkutímar reyndust okkur mjög erfiðir. Morguninn eftir var ég svo látin fæða drengina tvo. Þar sem erfiðlega gekk að koma fylgjunni þurfti ég að fara í aðgerð. Það var mér í raun mikill léttir; ég var svæfð og komst þá aðeins út úr þessum ömurlegu aðstæðum. Stuttu eftir aðgerð fengum við að sjá strákana. Þeir voru það flottasta sem ég hef séð, bara fullkomnir eins og hver önnur börn; augu, munnur, nef, fingur, tær og allt sem vera ber. Það eina sem ekki var alveg fullskapað voru lungun. Við dáðumst að þeim í smá stund og mamma mín kom og sá þá líka sem var rosa gott. Það er svo erfitt að útskýra fyrir fólki hvað við gengum í gegnum. Það er algjörlega ómögulegt að setja sig í þau spor sem við vorum í. Í raun er þetta aðeins áþreifanlegt fyrir okkur sem fengum að sjá strákana, aðrir geta aldrei skilið þetta til fulls. Dætur okkar voru 5 ára á þessum tíma. Það erfiðasta sem ég hef gert er að þurfa að segja þeim að litlu bræður þeirra væru látnir. Það er hræðilegt að sjá börnin sín svona sorgmædd. Þær spurðu strax hvort að þær mættu sjá drengina en við neituðum þeirri bón. Þær spurðu okkur aftur daginn eftir og í samráði við fagfólk var ákveðið að láta það eftir þeim. Þeim þóttu þeir fullkomnir, knúsuðu þá, kysstu þá, sungu fyrir þá og svo fórum við með Faðir vorið. Við fundum að með því að fá að sjá strákana varð þetta allt saman raunverulegt fyrir þeim, þær voru orðnar stórar systur. Þær tala reglulega um bræður sína í dag og telja þá alltaf með þegar verið er að telja upp fjölskyldumeðlimi. Drengirnir voru svo jarðaðir viku seinna og sá sjúkrahús- presturinn um það, en hann hafði reynst okkur mikil hjálp í kringum þetta sorgarferli allt. gegnum legháls (aðfarandi sýking) eða með blóðrás móður (blóðborin). Sýking sem verður í fósturhimnum og legholi er ávallt alvarleg og getur leitt til mjög alvarlegra veikinda móður. Sýklalyfja- gjöf til móður nær aðeins að takmörkuðu leyti til fóstur- himna, fósturs og leghols og því er eina leiðin til að upp- ræta sýkinguna að fóstur og fylgja fæðist. Gott að nefna barnið Anna Lísa og Kristín misstu báðar syni sína af völdum leghálsbilunar. Anna Lísa nefndi son sinn Örlyg. „Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur sagði að til að hjálpa fólkinu í kringum okkur að tengjast barninu ættum við að gefa því nafn og nota það. Þá seturðu nafn á sorgina, á tilfinningarnar, og það hjálpar,“ segir hún. Kristín segist hafa fundið fyrir því að fólk væri að bíða eftir því að hún „kæmist yfir þetta“. „Fólk sagði við mig: „Þú ert svo sterk, þú kemst yfir þetta.“ Ég er alveg sterk- ur einstaklingur en mig lang- aði bara að fá að vera ekki sterk í smá stund,“ segir hún. Þær segja að auk þess að nefna barnið sé mælt sé með því við foreldra sem missa barn á meðgöngu að taka mynd af barninu. Þær gerðu það ekki og sjá eftir því í dag. „Ég mæli með því að taka mynd af barninu. Það verður ekki aftur tekið að gera það ekki en það er alltaf hægt að henda myndinni ef foreldrar vilja hana ekki síðar. Hún er þá alltaf til ef þeim snýst hugur,“ segir Anna Lísa. Líka stoltur af látna barninu Kristín segir að hennar ráð sé einnig það að leyfa fleiri að sjá barnið eftir fæðingu. „Þannig verður þetta raunverulegt fyrir fleiri en bara foreldrana og þeir geta talað um þetta áfall á annan hátt við fleiri en bara hvort annað. Mamma mín kom og sá drengina eftir að þeir létust. Mér finnst það dýrmætt í dag að eiga þá minningu með henni,“ segir Kristín. „Ég sé mest eftir því að hafa ekki boðið vinkonum mínum að koma og sjá þá líka. Bara svo þær geti sagt: „Ó, hvað strákarnir þínir eru flottir!“ Maður er alveg jafn stoltur af börnunum sínum þótt þau fæðist dáin. Þegar maður er búinn að eignast barn er maður svo ótrúlega ánægður og vill að allir komi í heimsókn og sjái barnið. Þetta fær maður ekki að gera þegar barnið fæðist dáið þó svo að sama stoltið sé til staðar,“ segir Kristín. Anna Lísa segir að auðvitað sé auðveldara að tala bara ekki um barnsmissi á með- göngu. „Þannig þarf fólk ekki að horfast ekki í augu við það að þetta var alvöru barn sem dó því það er kannski of erfið tilhugsun fyrir fólk sem sjálft á börn. Það er þeirra versta martröð að missa börnin sín og þarna kemur dæmi um að svoleiðis getur raunverulega gerst. Sum börn lifa ekki,“ segir hún. Anna Lísa Björnsdóttir (fyrir miðjri mynd) og Kristín Guð- mundsdóttir (til hægri) sem misstu barn á meðgöngu og ásamt Sigríði Sigmarsdóttur, framkvæmda- stýru Styrktar- félagsins Lífs. Þær vilja opna umræðuna um missi barns á meðgöngu og sorgina sam- fara honum. Ljósmynd/Hari Kristín Guðmundsdóttir Drengirnir mínir voru fullkomnir Anna Lísa Björnsdóttir Sonur minn er ekki hjá mér É g er móðir. Ég sé sjálfa mig sem móður. Ég er eiginkona, systir, dóttir, barnabarn, vin- kona og móðir. En sonur minn leikur sér ekki við frændsystkini sín, hann er ekki hjá mér. Ég er móðir með tóman faðm. Ég hugsa til hans á hverjum degi, og eins og hjá öðrum foreldrum er barnið mitt aldrei langt frá hjarta mínu. Ég eignaðist son eftir 21 viku meðgöngu sem hafði gengið mjög vel þangað til daginn áður en hann fæddist. Hann dó af því að ég er með leghálsbilun. Mér fannst ég ekki geta sætt mig við þá staðreynd að barnið mitt hefði dáið, en eftir að ég upp- götvaði að ég þurfti ekki að sætta mig við það, heldur „bara“ að læra að lifa með því – þá fann ég að ég get lifað með þessum veruleika. Ég hef nefnilega ekkert val. Þegar fólk spyr: „Eigið þið börn?“ svara ég oftast neitandi. Ekki vegna þess að ég líti ekki á mig sem móður eða að ég hafi afneitað syni mínum, heldur til þess að svara því sem býr að baki spurningunni. Þegar fólk spyr hvort þú eigir barn er það oftast að spyrja hvort barnauppeldi sé hluti af þínu daglega lífi. Rétta svarið við þeirri spurningu er „nei“ og það tók tíma að læra að það er í lagi að svara neitandi. Barn er ekki partur af mínu daglega lífi, en ég er móðir engu að síður. Það er erfitt fyrir mig að finna því hlutverki tilgang og það er einnig erfitt fyrir fólkið í kringum mig. Eftir missinn þurfti ég að kynnast fólkinu í kringum mig aftur. Besta ráðið sem ég fékk var að fyrirgefa fólki sem sagði eitthvað vanhugsað eða særandi og halda alltaf í hugs- unina um að það meinar vel. Eftir missinn þurfti ég líka að læra á lífið upp á nýtt og ég er ennþá að því. Ég er komin með nýja sýn á hvað er mikilvægt fyrir mig og hvernig ég ætla að leyfa sorg minni að breyta mér. 12 úttekt Helgin 12.-14. október 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.