Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 26

Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 26
Ranglæti í drottins nafni Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur í Selfossprestakalli, hefur staðið í ströngu um árabil en hann telur biskup hafa farið gegn lögum þegar hluti af embættisskyldum hans var færður yfir á annan prest í sókninni. Á meðan hann bíður niðurstöðu áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar stundar hann nám í sáttamiðlun við Kaupmannahafnarháskóla. Grímur Hákonarson hefur gert heimildarmyndina Hreint hjarta um Kristin þar sem hann fylgdist meðal annars með prestinum við sálgæslu á Selfossi og fjallar um þau áhrif sem deilan hefur haft á prestinn. É g á erfitt með að átta mig á hvað hefur gerst bak við tjöldin. Ég verð að segja það, en ég held að meiningin hafi alltaf verið, alveg frá því áður en breytingin var auglýst, að þetta yrði með þessum hætti,“ segir Kristinn um deiluna sem rekja má til þess að Sel- foss og nærsveitir voru sett undir eitt prestakall á Kirkjuþingi 2009. „Þetta var gert þegar séra Gunnar Björnsson hætti störfum en það er rúmlega hundrað ára hefð fyrir því að nota tækifærið þegar prestur hættir til þess að sameina sóknir og þá tek- ur eftirsitjandi prestur við hinum hlutanum. Það er ekki eins og mitt embætti hafi verið lagt niður en þarna var kominn ungur maður, prestur frá Akur- eyri, sem hafði leyst Gunnar af á meðan hann var frá störfum. Ég hef grun um að hann hafi gert sér vonir um að Selfosssókn yrði ekki sameinuð mínu prestakalli strax og hann hefur kannski ætlað sér að verða sóknarprestur en svo varð ekki.“ Prestarnir tveir náðu ekki samkomulagi um verkaskiptingu og að lokum hlutaðist Karl Sigur- björnsson biskup um málið. „Samkvæmt reglum og lögum eiga sóknarprestur og prestur að semja um verkaskiptingu sín á milli. Ekki það sem ákveð- Kristinn Ágúst Friðfinnsson leggur stund á nám í sáttamiðlun í Kaupmannahöfn og bíður þess að deila hans um verkaskiptingu í prestakalli hans verði til lykta leidd. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 12.-14. október 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.