Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 28

Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 28
ið er í lögum um ábyrgð og slíkt heldur hver sinnir barnastarfi, hver unglingastarfi og svo fram- vegis. Ég gat ekki fallist á að við færum á svig við lög í þessum efnum en þetta endaði með að biskup úrskurðaði um verkaskipt- ingu okkar og hluti af þeirri lög- bundnu ábyrgð sem ég hef á mínu prestakalli var tekinn og settur yfir til prestsins sem var mér til aðstoðar. Þetta er ágreiningsmál og ég tel að svona eigi þetta ekki að vera. Það eigi bara að fara eftir lögum og nú bíð ég eftir niður- stöðu áfrýjunarnefndar Þjóð- kirkjunnar.“ Gert að skila kirkjunni Íhlutun biskups var síst til þess fallin að leysa deiluna sem fór í rembihnút. Í febrúar 2010 greindi DV frá því að biskup hefði farið formlega fram á að Kristinn gæfi Selfosskirkju eftir og héldi sig í sveitakirkjum sóknarinnar. „Ég skil eiginlega ekkert í þessu og er orðlaus. Ég fylgi inn í sameininguna sem sóknar- prestur, það liggur fyrir. Engu að síður sendir sóknarnefndin kröfu til biskups og biskup biður mig síðan að nýr prestur sem valinn yrði stjórni og ráði Selfosskirkju. Það má segja að ég sé beðinn um að hafa mig hægan og nýr prestur yfirtaki alfarið starf mitt í stærstu sókninni og höfuðstöð prestakallsins. Það finnst mér með ólíkindum,“ sagði Kristinn við DV eftir að biskup setti honum þessa kosti. Kristinn segist hafa á tilfinn- ingunni að þessar málalyktir hafi verið fyrirfram ákveðnar. „Ég man eftir fundi á Biskupsstofu þar sem ég lýsti því yfir að þetta stæðist ekki og ég gæti ekki sam- þykkt þetta þar sem þetta færi gegn lögum. Þá sagði ein góð manneskja þar að það skipti ekki máli vegna þess að þegar þar að kæmi myndi biskup úrskurða um að hafa þetta svona. Þannig að þetta hefur greinilega verið lengi í deiglunni.“ Kristinn bindur ákveðnar vonir við að mál hans verði tekið öðr- um tökum þar sem nýr biskup er tekinn við. „Ég bíð náttúrlega eftir úrskurði frá áfrýjunarnefnd og hvernig sem sú niðurstaða verður mun nýr biskup taka á þessu máli. Ég er ekki að biðja um neitt annað en að það sé farið að lögum og reglum. Ég er ekki að biðja um neina sérafgreiðslu.“ Kristinn segir að þetta hafi tekið á sig og sporin hafi oft verið þung þegar hann mætti til vinnu á morgnana. „Þetta var erfitt til að byrja með en ég varð bara að halda áfram. Ég upplifði það heldur ekki af hálfu sóknar- barnanna að það væri verið að ýta mér til hliðar. Alls ekki. Ég er áfram sem hingað til prestur- inn þeirra og á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust. Mér þykir ákaflega vænt um Selfyssinga og Flóamenn og ég hef aldrei fundið neitt annað en velvilja og allt það besta frá þeim. Ég hef alltaf létt undir með þeim prest- um sem hafa starfað þarna með því að taka ýmsa þætti að mér, sérstaklega sálgæsluna. En það er mjög mikil eftirspurn eftir þeirri þjónustu minni. Sálgæslan er mikið áhugamál Kristins og hann hefur sinnt henni af kappi. „Sem sveitaprestur sinnti ég sál- gæslu á öllu svæðinu og ég held að þetta hafi þróast eðlilega og vel og verið öllum til góðs.“ Ástríðufullur sálgæslu- maður Sálgæslan og fræði henni tengd hafa löngum verið Kristni hug- leikin og ef til vill kann það að hljóma sérkennilega að prestur- inn sem staðið hefur í deilum við kirkjuyfirvöld árum saman stundi háskólanám í sáttamiðlun en sú er þó raunin. Kristinn vill ekki ganga svo langt að segja að hann hafi hrökklast í útlegð til Kaupmannahafnar en hann sótti um námsleyfi og veður í Dan- mörku til næsta hausts. „Ég var orðinn dálítið þreytt- ur á þessu. Ég skal alveg viður- kenna það. Síðan kemur líka inn í þetta að ég hafði aldrei tekið námsleyfi áður og ef ég ætlaði á annað borð að gera það þá var nú varla hægt að geyma það mikið lengur. Ég er að læra sáttamiðlun við Háskólann í Kaupmanna- höfn. Þetta gengur út á að fólk getur valið á milli þess að leysa úr ágreiningi sínum fyrir dómi Kristinn og Anna Margrét standa þétt saman og á meðan Anna Margrét starfaði á Grænlandi ræktuðu þau samband sitt á netinu. 28 viðtal Helgin 12.-14. október 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.