Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Side 29

Fréttatíminn - 12.10.2012, Side 29
Innri markaðurinn 20 ára! Innri markaður Evrópu varð að veruleika árið 1992 og nær hann í dag til yfir 500 milljón manna í 27 aðildarríkjum ESB og EES ríkjanna þriggja; Íslands, Noregs og Liechensteins. Utanríkisráðuneyti, sendinefnd ESB á Íslandi og Evrópustofa efna til málstofu þriðjudaginn 16. október nk. kl. 16:00 – 17:30 í tilefni af 20 ára afmælis innri markaðar ESB. Fundurinn verður öllum opinn. Dagskrá:  Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.  Gauti Marteinsson, verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Herweig Lejsek, stofnandi og framkvæmdastjóri Videntifier Forensic.  Piotr Banas, stjórnarsvið innri markaðar og þjónustu, framkvæmdastjórn ESB. Stjórnandi umræðu: Kristín Halldórsdóttir, forstöðumaður Enterprise Europe Network, Evrópumiðstöð. Umræður og spurningar úr sal. Móttaka með léttum veitingum. Vissir þú að... Frá því að innri markaðurinn varð til hefur hann skapað hátt í þrjár milljónir starfa, stóraukið vöruúrval og lækkað verð með aukinni samkeppni, skapað fyrirtækjum – sérstaklega litlum og meðalstórum – ný tækifæri og hvatt til samvinnu og samstarfs á sviði rannsókna og menningar.  EES samningurinn tryggir að Íslendingar geta búið, stundað nám, unnið og farið á eftirlaun í hvaða landi innri markaðarins sem þeir kjósa.  EES samningurinn veitir Íslendingum rétt til þátttöku í fjölda samstarfsáætlana ESB á sviði mennta-, menningarmála og rannsókna.  Viðskipti milli ESB ríkja jukust frá 800 milljörðum evra árið 1992 til 2.540 milljarða evra árið 2010  Árið 2011 fór 82.7 % af vöruútflutningi Íslands til annarra ríkja á innri markaðinum. Lítil og meðalstór fyrirtæki – tækifæri á innri markaði ESB Þriðjudaginn 16. október 2012, kl. 16:00 Hótel Borg, Gyllti salurinn eða með sáttamiðlun. Þetta hefur gefist mjög vel til dæmis í Noregi þar sem 60% allra einkamála eru leyst í sáttamiðlun. Þessi möguleiki er fyrir hendi á Íslandi þótt þetta hafi ekki verið notað jafn mikið og víða annars staðar. Námið gengur út á að gera fólk hæft til að stunda sáttamiðlun og læra inn á þá þætti sem eru í gangi alls staðar þar sem deilur eru.“ Kristinn bendir á að í þessum fræðum gildi sömu lögmál um deilur einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og jafnvel milli þjóðríkja. „Þetta eru ekkert ósvipuð lögmál alls staðar og þau sömu hvort sem ágreiningsmálin eru lítil eða stór. Þetta er ákveðin félagssálfræði. Mjög spennandi og mjög skemmti- legt. Kaupmannahafnarháskóli hef- ur sérhæft sig í þessu, gerir miklar kröfur og býður frábært nám.“ Völd eiga ekki erindi í kirkju Kristinn segir deilu sína óneitan- lega bera keim af einhvers konar valdabaráttu en frá sínum sjónar- hóli komi hún völdum ekkert við. „Meiningin er nú bara að þjóna fólki. Þetta er ekki valdabarátta. Ég hef aldrei talað um völd í þessu sambandi en hef aftur á móti séð orðið „vald“ notað á prenti í þessum málflutningi. En það er ekki eins og ég sé að biðja um völd enda snýst kirkjan ekki um völd. Eða á ekki að gera það.“ Á Kristni má heyra að einhver áherslumunur sé hjá honum og kollega hans á Selfossi. „Kirkja sem starfar bara með messum og síðan einhverjum uppákomum er kirkja sem hefur aðeins farið út af spor- inu. Kirkja sem eyðir miklu púðri í sálgæslu og tekur þátt í umræðu um menningu og samfélag er hins vegar kirkja sem er að gera rétt.“ Kristinn gengst fúslega við því að það sé slæmt út á við þegar prest- ar deili. „Kirkjan þyrfti að búa yfir virkara kerfi sem tæki á málum hraðar og strax í upphafi. Ég er þeirrar skoðunar að einhver þeirra mála sem hafa komið upp í kirkj- unni á undanförnum árum hafi lið- ið fyrir og hafi orðið að stórmálum vegna þess að ekki var tekið á þeim strax.“ Þá bæti ekki úr skák að yfir- leitt séu deilur innan kirkjunnar til- finningaþrungnar. „Kirkjan hefur alltaf tilhneigingu til þess að vera mjög tilfinningahlaðin. Mál sem koma upp innan hennar hlaðast fljótlega tilfinningum og þá víkur oft skynsemin. Þess vegna þarf kirkjan að búa yfir einhverju virku úrræði til þess að klára málin strax. Ég held því miður að það hafi verið ákveðin hræðsla við að fara beint í að klára málin.“ Samlynd hjón Kristinn er kvæntur Önnu Mar- gréti Guðmundsdóttur hjúkrunar- fræðingi og þau hjón standa þétt saman í lífsins ólgusjó. „Við erum mjög samhent og hún stendur með mér í þessu öllu. Við erum miklir vinir og vinnum mjög vel saman.“ Anna Margrét leitar sér nú að vinnu í Kaupmannahöfn en síðustu þrjú ár hefur hún starfað sem hjúkr- unarfræðingur á Grænlandi. Þá fóru hjónin í gegnum löng tímabil aðskilnaðar sem gerðu þó ekkert annað en styrkja samband þeirra. Grímur Hákonarson fangar vel feg- urðina í fjarsambandi hjónanna í heimildarmynd sinni Hreint hjarta þar sem fingurkossar og hlý orð ferðast yfir hafið með Skype. „Þetta var mjög spennandi starf hjá henni þegar hún hoppaði á milli Grænlands og Íslands. Auðvitað hefur svona aðskilnaður plúsa og mínusa og þetta er alls ekki hægt hjá ungu fólki með börn eða sem er að byggja upp sambúð. Þetta er fyrir lengra komna,“ segir Kristinn og brosir sínu blíðasta. „Við vorum í stöðugu sambandi og ég fór þrisv- ar til hennar og dvaldi góðan tíma í hvert skipti. Það er gríðarlega gam- an að kynnast Grænlandi og ég úti- loka nú ekki að við munum einhvern tíma dvelja þar í þrjá mánuði eða svo.“ En hvernig var að vera með Grím á hælunum með tökuvélina dagana langa? „Það var nú stundum dá- lítið erfitt. Þetta er meira en að segja það en Grímur er skemmtilegur náungi og það gerði þetta allt létt- ara. En það tekur á að vera með myndavélina á sér heilu eða hálfu dagana. Maður verður líka svolítið að passa sig og gæta að því sem maður segir.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Áhugaleikarinn Kristinn hefur leikið í um tuttugu kvikmyndum og oftar en ekki verið í hlutverki prests. „Ég er nú stoltastur af því að hafa verið í Börnum náttúrunnar. Þetta byrjaði með Hvítum mávum, síðan komu Börn náttúrunnar og síðan vatt þetta bara upp á sig. Ég var í 101 Reykjavík, Mýrinni og fleiri myndum. Líka nokkrum útlenskum sem voru teknar upp hér án þess að vekja kannski mikla athygli.“ Kristinn hefur alla tíð haft áhuga á leiklist og íhugaði á sínum tíma að leggja leiklistarnám fyrir sig og þegar kemur að kvikmyndaleiknum spillir útlit hans ekki fyrir. „Þetta hefur alltaf blundað í mér og ég hef mjög gaman að þessu. Ég held nú líka að útliti mitt hafi haft sitt að segja um þau hlutverk sem ég hef fengið. Svona stór, feitur og stórgerður eins og ég er.“ Sérann er óneitanlega ábúðarmikill og myndrænn. Ég er áfram sem hingað til prestur- inn þeirra og á milli okkar ríkir gagnkvæmt traust. Mér þykir ákaflega vænt um Selfyss- inga og Flóamenn. viðtal 29 Helgin 12.-14. október 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.