Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 12.10.2012, Qupperneq 36
2 heimili Helgin 12.-14. október 2012 Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (50 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir) Hornsófinn þinn útfærður eftir þínum óskum H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Verð áður 227.900 kr Roma Aðeins 159.900 kr Takmarkað magn Paris-Aspen Verð frá 262.900 kr Rín Verð frá 285.900 kr Basel Verð frá 327.900 kr Aspen-Paris Verð frá 276.900 kr Písa Verð frá 317.900 kr Mósel Verð frá 342.900 kr HORNSÓFAR Í MIKLU ÚRVALI  Jóhann SigmarSSon Smíðar húSgögn með einni hendi Handritshöfundurinn sem sneri sér að húsgagnahönnun Jóhann Sigmarsson er fjölhæfur listamaður sem vakti fyrst verulega athygli með kvik- myndinni Veggfóður sem hann gerði ásamt Júlíusi Kemp fyrir margt löngu. Jóhann er nú kominn á kaf í húsgagnahönnun og vonast til þess að geta haslað sér völl á markaði fyrir fólk sem kýs vandað handverk fram yfir verksmiðjuframleiðslu. Þ etta er allt handsmíðað og er hugsað fyrir fólk sem vill eitt-hvað öðruvísi og sérstakt frekar en þessi húsgögn sem eru framleidd í verksmiðjum í þúsunda tali,“ segir Jóhann sem dundar sér við að hann og smíða húsgögnin á vinnustofu sinni. „Langafi minn var smiður þannig að þetta er gert af andagift,“ segir Jóhann og bætir við að vegna fötlunar sinnar smíði hann húsgögnin með einni hendi. Jóhann og félagar hans, Guðmundur Sigurfreyr og Sigurður Pálmi Ásbergs- son arkitekt hafa tekið höndum saman um að framleiða hönnun Jóhanns undir merkjum Litlu handverkssamsteypunn- ar. „Þetta er á byrjunarstigi og ég er að smíða frumgerðirnar en vonandi tekst okkur að komast inn á markaðinn með húsgögnin. Þetta kemur mjög vel út,“ segir Jóhann sem hefur þegar fundið fyrir eftirspurn en meðal þess sem hann smíðar eru japanskt rúm, hillur, skrif- borð og hægindastólar úr leðri og tré. Og allt byrjaði þetta þegar Jóhann brá í hallæri á það ráð að smíða rúm undir sjálfan sig og kærustu sína þegar hann bjó í Berlín. „Ég hannaði og smíðaði rúmið til eigin nota í fyrravetur og fékk nokkrar fyrirspurnir og þá fór þetta að rúlla. Hópurinn kom síðan saman og við ákváðum að reyna að gera eitthvað úr þessu.“ Jóhann segist ekkert hafa auglýst sig og lítið gert til að vekja athygli á húsgögnunum en þó hafi borist pantanir í rúmið, skrifborðið og stólana. „Þetta spyrst bara svona út.“ Jóhann unir sér best á vinnustofunni en þessa dagana er hann þó ekki aleinn við iðju sína þar sem hann hefur tekið kanínuunga í fóstur. „Þegar ég var að klára skrifborðið kom villtur kanínu- ungi inn af götunni og varð þannig sá fyrsti sem sá skrifborðið tilbúið. Ég hef núna tekið þennan unga í fóstur og hann varð á einum degi heimiliskan- ína,“ segir Jóhann sem ræðir listina og lífið á háfleygum nótum við þennan nýja félaga sinn. „Joseph Beuys spurði einhvern tíma How to Explain Art to a Dead Hare? og nú spyr ég How to Explain Art to a living rabbit?“ segir Jóhann og hlær. Jóhann segist ekki nenna að standa í allri þeirri skriffinnsku og veseni sem þarf til þess að framleiða bíómyndir lengur en hefur þó ekki alveg snúið baki við kvikmyndunum. „Ég á þrjú handrit og var að selja Friðrik Þór eitt þeirra. Vinnuheitið er Skarð og það fjallar um vegagerð úti á landi. Ég held að Frikki ætli að reyna að kvikmynda það í sumar. Mér finnst sjálfum þægi- legra að vera bara á vinnustofunni og skapa list eins og húsgögnin.“ Þóra rinn Þórarinnsson toti@frettatiminn.is Langafi minn var smiður þannig að þetta er gert af anda- gift. Handverksmaðurinn tekur sér smá hlé og virðir hægindastólinn, sem er sannkölluð listasmíð, fyrir sér. Stólinn góði er hannaður með fólk í huga sem vill hús- gögn sem eru ekki öll eins. Skúffan er eins og sniðin utan um flóttakanínunna sem leitaði skjóls á vinnustofu Jóhanns. Kanínuunginn, sem fyrstur leit skrifborðið fullklárað augum, kann vel að meta handverkið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.