Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Side 39

Fréttatíminn - 12.10.2012, Side 39
Langstærsta atriðið við val á gólfflísum eru efnisgæði. Gólfflísarnar frá ATLAS CONCORDE gera mun betur en að uppfylla ströngustu staðla um slitþol, vatnsdrægni og nákvæmni. Ekki spillir að ítölsk hönnunin er eins og best gerist. - flísar og parket - Nelson Kúluljósið George Nelson hannaði fyrsta kúluljósið (Bubble Light) árið 1947. Þau eru hangandi skermar búnir til úr vírgrind sem gegnsætt plastefni er strekkt yfir. Fjöldi forma er í boði, svo sem viftan, boltinn, vindillinn, eplið, peran og fleiri. Hans J. Wegner Óskabeinsstóllinn Óskabeinsstóllinn (Wishbone Chair) hins danska Hans J. Wegner er sennilega vinsælasti stóll í heimi því hann passar við svo margar ólíkar gerðir húsgagna. Wegner hóf feril sinn sem skápagerðarmaður og lærði um hríð á arkítektastofu Arne Jacobsen. Florence Knoll Setustofusettið Florence Knoll hannaði setustofusettið (Lounge Settee) um miðja síðustu öld. Hún var arkítekt sem sagði að arkítektar ættu líka að hanna húsgögn fyrir híbýlin sem þeir hönnuðu. Hún gerði það og urðu húsgögn hennar mörg af vinsælustu húsgögnum aldarinnar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.