Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 42

Fréttatíminn - 12.10.2012, Page 42
8 heimili Helgin 12.-14. október 2012  Endurnýting Biðröð á hvErjum dEgi Friðrik Ragnarsson, versl- unarstjóri í Góða hirðinum. Ljósmyndir/KP Fjölbreytt úrval í Góða hirðinum Móðir og barn láta fara vel um sig. á hverjum virkum degi, rétt fyr-ir hádegi, safnast um sextíu manns saman í röð fyrir utan verslunina Góða hirðinn og bíða eftir að hún opni. Á slaginu tólf, þegar renni- hurð hefur verið rennt frá dyrunum, ryðst fólk óskipulega inn, og blótar hvert öðru ef röðin er ekki virt. „Við höfum einstaka sinnum talið fólkið inn og er þetta yfirleitt í kring- um sextíu manns sem bíða fyrir utan á hverjum degi. Nokkrum sinnum á ári fer þó fjöldinn í 140 manns og þá gef- umst við eiginlega upp á að telja,“ segir Friðrik Ragnarsson, verslunarstjóri í Góða hirðinum. „Það eru að meðaltali í kringum 1000 til 1500 mans sem versla hjá okkur daglega. Auðvitað tekur salan kipp einstaka sinnum og þá oft í byrjun mánaðar, eins og gengur og gerist í ís- lensku samfélagi. Við fáum nýjar vörur á hverjum degi, sem safnast hafa í nytjagámana okkar víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og eru þetta yfirleitt þrír til fjórir gámar sem við tæmum daglega. Fjölbreytileikinn er í hámarki og dótið sem við fáum í gám- ana er allt frá frægum hönnunarmerkj- um til fallegra, sérsmíðaðra húsgagna.“ kolbrun@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.